Að verja botninn Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 11:30 Samtök atvinnulífsins létu frá sér yfirlýsingu í gær, 24. febrúar, til stuðnings starfsmannaleigunni Menn í vinnu og matreiðslufyrirtækinu Eldum rétt. Efling hefur stutt málssókn fjögurra rúmenskra félagsmanna sinna gegn þessum fyrirtækjum vegna slæmrar meðferðar og launasvika, en í gær féll meingallaður dómur í Héraðsdómi þar sem réttur atvinnurekenda til að gera á hlut starfsfólks er varinn og rangt er farið með málavexti í veigamiklum atriðum. Lögmaður Samtaka atvinnulífsins steig einnig fram í júlí 2019 til varnar þessum fyrirtækjum og starfshátta þeirra. Samtök atvinnulífsins hafa á síðustu misserum ekki aðeins tekið upp hanskann fyrir þessi tilteknu fyrirtæki heldur hafa þau einnig beitt sér kröftuglega gegn hertum viðurlögum við launaþjófnaði og annarri brotastarfsemi á íslenskum vinnmarkaði. Þetta hafa samtökin gert með opinberum greinarskrifum formanns SA gegn baráttu Eflingar fyrir nauðsynlegum umbótum í málinu og með þrýstingi bak við tjöldin gegn lagasetningarvinnu á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Hin ástríðufulla vörn Samtaka atvinnulífsins fyrir brotafyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, jafnvel í tilvikum þar sem fyrirtækin eru ekki innan vébanda SA og almennt talin tilheyra neðri lögum vinnumarkaðarins, seilist langt og telst til tíðinda. Á sama tíma berast fregnir af úrsögnum stórra og íslenskra iðnfyrirtækja úr SA og stofnun nýrra samtaka veitingafyrirtækja sem ekki una sér innan SA. Efling hefur margítrekað bent á að brotastarfsemi er meinsemd sem skaðar vinnumarkaðinn í heild. Fæstir atvinnurekendur sjá hag sinn í launasvikum og illri meðferð fólks, og undirboð einstakra brotafyrirtækja leiða til skekktrar samkeppnisstöðu. Vangreidd laun lenda á Ábyrgðarsjóði launa sem fjármagnaðar er af öllum atvinnurekendum. Staðreyndir um umfangsmikinn launaþjófnað og illa meðferð á aðfluttu vinnuafli á Íslandi eru álitshnekkir fyrir atvinnulífið í heild. Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins séu nú á félagsmannaveiðum hjá þeim sem setja markið lægst og hafa hingað til hafa staðið utan heildarsamtaka vinnumarkaðarins. Með því að stilla sér upp í sérstakri varnarstöðu fyrir brotafyrirtæki og áframhaldandi refsileysi gegn brotastarfsemi eru Samtök atvinnulífsins að verja botninn. Höfundur er formaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins létu frá sér yfirlýsingu í gær, 24. febrúar, til stuðnings starfsmannaleigunni Menn í vinnu og matreiðslufyrirtækinu Eldum rétt. Efling hefur stutt málssókn fjögurra rúmenskra félagsmanna sinna gegn þessum fyrirtækjum vegna slæmrar meðferðar og launasvika, en í gær féll meingallaður dómur í Héraðsdómi þar sem réttur atvinnurekenda til að gera á hlut starfsfólks er varinn og rangt er farið með málavexti í veigamiklum atriðum. Lögmaður Samtaka atvinnulífsins steig einnig fram í júlí 2019 til varnar þessum fyrirtækjum og starfshátta þeirra. Samtök atvinnulífsins hafa á síðustu misserum ekki aðeins tekið upp hanskann fyrir þessi tilteknu fyrirtæki heldur hafa þau einnig beitt sér kröftuglega gegn hertum viðurlögum við launaþjófnaði og annarri brotastarfsemi á íslenskum vinnmarkaði. Þetta hafa samtökin gert með opinberum greinarskrifum formanns SA gegn baráttu Eflingar fyrir nauðsynlegum umbótum í málinu og með þrýstingi bak við tjöldin gegn lagasetningarvinnu á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Hin ástríðufulla vörn Samtaka atvinnulífsins fyrir brotafyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, jafnvel í tilvikum þar sem fyrirtækin eru ekki innan vébanda SA og almennt talin tilheyra neðri lögum vinnumarkaðarins, seilist langt og telst til tíðinda. Á sama tíma berast fregnir af úrsögnum stórra og íslenskra iðnfyrirtækja úr SA og stofnun nýrra samtaka veitingafyrirtækja sem ekki una sér innan SA. Efling hefur margítrekað bent á að brotastarfsemi er meinsemd sem skaðar vinnumarkaðinn í heild. Fæstir atvinnurekendur sjá hag sinn í launasvikum og illri meðferð fólks, og undirboð einstakra brotafyrirtækja leiða til skekktrar samkeppnisstöðu. Vangreidd laun lenda á Ábyrgðarsjóði launa sem fjármagnaðar er af öllum atvinnurekendum. Staðreyndir um umfangsmikinn launaþjófnað og illa meðferð á aðfluttu vinnuafli á Íslandi eru álitshnekkir fyrir atvinnulífið í heild. Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins séu nú á félagsmannaveiðum hjá þeim sem setja markið lægst og hafa hingað til hafa staðið utan heildarsamtaka vinnumarkaðarins. Með því að stilla sér upp í sérstakri varnarstöðu fyrir brotafyrirtæki og áframhaldandi refsileysi gegn brotastarfsemi eru Samtök atvinnulífsins að verja botninn. Höfundur er formaður Eflingar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar