Aukum verðmæti ullarinnar, ull er auðlind! Hulda Birna Baldursdóttir skrifar 4. mars 2021 16:00 Síðustu vikur hef ég átt samtal við sextán ára son minn, þar sem hann spurði mig um ull og um væntanlegt Ullarþon sem mamma hans er að aðstoða með. Ég varð að viðurkenna það að ég vissi ekkert svakalega mikið um ullina, en ég vissi um hvernig hann myndi skrá sig, hvenær skil voru og hvenær úrslit yrðu kynt. Forvitni unglingsins hvatti mig til þess að fræðast meira um ullina. Síðustu vikur, hef ég lært alveg helling. Jú ég vissi það að, ullin hefur verið til staðar svo elstu menn muna. Þegar tækifæri gafst, fór ég að segja honum frá ullinni, áttaði ég mig á hversu vanmetin auðlind ullin er. Ég minnist hannyrðatíma grunnskólagöngu minnar á Akranesi meira sem nokkrum ferðum á slysó, eftir eitthvað klúður hjá mér í tímum frú Borghildar. Ég náði þó í grunnskóla að prjóna eina lopapeysu sem endaði ekki betur en svo að í fyrsta þvotti varð svarta stóra lopapeysan að hörðum frístandandi skúlptúr eftir suðuþvott. Íslenska auðlindin sem býður upp á frábæra möguleika. Eiginleiki ullar Samkvæmt alnetinu eru eðliseiginleikar ullarinnar, gera hana togþolna og þjála. Þurr hiti feyskir ull. Hún harðnar við 100°C og við 130°C gulnar hún og molnar, kosturinn við hana er að hún brennur ekki. Áhrif raka og hita á ull eru sérstök. Raki og hiti gera ull þjála, sé þrýstingi beitt má móta hana. Hún geymist lengi óskemmd ef hitastig er eðlilegt og rakastig minna en 65%. Jóhanna Erla á Textílmiðstöðinni, sem er manna fróðust um ullina, sagði mér að ullin getur dregið upp allt að 45% þyngdar sinnar af raka án þess að maður finni að hún sé blaut. Aftur á móti getur maður merkt að hún sé köld. Vegna þessa mikla raka opnast ullarhárið sem verður til þess að ullin missir styrkleika sinn. Sem sagt ullin veikist í vatni og því má aldrei vinda ullarflíkur bara kreista. Magnað! Verði ull fyrir núningi þegar hún er blaut þófnar hún, því heitari sem hún er þeim mun meira þófnar hún. Ullin hleypur ekki en getur þæfst í vélþvotti og við hátt ph gildi. Hún er einnig frekar viðkvæm fyrir sól og brotnar fljótt niður í sólarljósi. Ullin þolir ekki þurrkara. Ull er gull? Þegar grannt er skoðað og tölur um þessa verðmætu auðlind okkar er staðreyndin sú að ullin er mikið flutt út en ekki nýtt. Við verðum að vikja þann góða sköpunarkraft, búa til eitthvað nýtt, nýta ullina í fleiri nýskapandi lausnir þvert á alla geira. Svo spurningin er getum við aukið verðmæti ullarinnar? Ég var svo heppin að fá þetta verkefni upp í hendurnar að efla nýsköpun ullarinnar, þá helst verðminnstu flokkana. Jú búa til nýsköpunarkeppni, Ullarþon! Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Eins og hér að ofan er þetta keppni í nýsköpun eða hugmyndum í fjórum flokkum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum; 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð, 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu „Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar. Ég hlakka til að sjá verðmæti ullarinnar rjúka upp! Því jú ull er gull! Höfundur er verkefnastjóri Ullarþons 2021 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Nýsköpun Prjónaskapur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hef ég átt samtal við sextán ára son minn, þar sem hann spurði mig um ull og um væntanlegt Ullarþon sem mamma hans er að aðstoða með. Ég varð að viðurkenna það að ég vissi ekkert svakalega mikið um ullina, en ég vissi um hvernig hann myndi skrá sig, hvenær skil voru og hvenær úrslit yrðu kynt. Forvitni unglingsins hvatti mig til þess að fræðast meira um ullina. Síðustu vikur, hef ég lært alveg helling. Jú ég vissi það að, ullin hefur verið til staðar svo elstu menn muna. Þegar tækifæri gafst, fór ég að segja honum frá ullinni, áttaði ég mig á hversu vanmetin auðlind ullin er. Ég minnist hannyrðatíma grunnskólagöngu minnar á Akranesi meira sem nokkrum ferðum á slysó, eftir eitthvað klúður hjá mér í tímum frú Borghildar. Ég náði þó í grunnskóla að prjóna eina lopapeysu sem endaði ekki betur en svo að í fyrsta þvotti varð svarta stóra lopapeysan að hörðum frístandandi skúlptúr eftir suðuþvott. Íslenska auðlindin sem býður upp á frábæra möguleika. Eiginleiki ullar Samkvæmt alnetinu eru eðliseiginleikar ullarinnar, gera hana togþolna og þjála. Þurr hiti feyskir ull. Hún harðnar við 100°C og við 130°C gulnar hún og molnar, kosturinn við hana er að hún brennur ekki. Áhrif raka og hita á ull eru sérstök. Raki og hiti gera ull þjála, sé þrýstingi beitt má móta hana. Hún geymist lengi óskemmd ef hitastig er eðlilegt og rakastig minna en 65%. Jóhanna Erla á Textílmiðstöðinni, sem er manna fróðust um ullina, sagði mér að ullin getur dregið upp allt að 45% þyngdar sinnar af raka án þess að maður finni að hún sé blaut. Aftur á móti getur maður merkt að hún sé köld. Vegna þessa mikla raka opnast ullarhárið sem verður til þess að ullin missir styrkleika sinn. Sem sagt ullin veikist í vatni og því má aldrei vinda ullarflíkur bara kreista. Magnað! Verði ull fyrir núningi þegar hún er blaut þófnar hún, því heitari sem hún er þeim mun meira þófnar hún. Ullin hleypur ekki en getur þæfst í vélþvotti og við hátt ph gildi. Hún er einnig frekar viðkvæm fyrir sól og brotnar fljótt niður í sólarljósi. Ullin þolir ekki þurrkara. Ull er gull? Þegar grannt er skoðað og tölur um þessa verðmætu auðlind okkar er staðreyndin sú að ullin er mikið flutt út en ekki nýtt. Við verðum að vikja þann góða sköpunarkraft, búa til eitthvað nýtt, nýta ullina í fleiri nýskapandi lausnir þvert á alla geira. Svo spurningin er getum við aukið verðmæti ullarinnar? Ég var svo heppin að fá þetta verkefni upp í hendurnar að efla nýsköpun ullarinnar, þá helst verðminnstu flokkana. Jú búa til nýsköpunarkeppni, Ullarþon! Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Eins og hér að ofan er þetta keppni í nýsköpun eða hugmyndum í fjórum flokkum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum; 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð, 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu „Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar. Ég hlakka til að sjá verðmæti ullarinnar rjúka upp! Því jú ull er gull! Höfundur er verkefnastjóri Ullarþons 2021
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar