Origo kaupir 30 prósenta hlut í DataLab Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 17:41 Starfsfólk Origo og DataLab. Frá vinstri Brynjólfur Borgar Jónsson, Dennis Mattsson, Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Inga Steinunn Björgvinsdóttir og Örn þór Alfreðsson. Origo Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt 30% hlut í tæknifyrirtækinu DataLab, sem þróar lausnir sem byggja á gervigreindartækni og veitir ráðgjöf um hagnýtingu slíkra lausna. Fram kemur í tilkynningu frá Origo að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustu á gagnadrifnum og snjöllum lausnum, þar sem fjölbreytt gögn og aðferðir úr smiðju gervigreindar og gagnavísinda séu nýttar. Með þeim megi til að mynda sjálfvirknivæða viðskiptaferla, bæta upplifun notenda, auka sölu, draga úr óvissu, áhættu og kostnaði og auka skilvirkni í rekstri. Illa flokkuð gögn flæki vinnu starfsfólks ,,Gervigreind og nýting gagna úr ólíkum áttum verður sífellt stærri þáttur í rekstri fyrirtækja, þar sem þau geta skipt sköpum í sívaxandi samkeppni. Í raun eru gögn alls staðar, en oft illa flokkuð sem gerir starfsfólki erfiðara um vik að nýta þau bæði til innri og ytri nota,“ segir Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna hjá Origo. „Þess vegna getur gervigreind og gagnavísindi hjálpað okkur að draga fram þær upplýsingar sem máli skipta, bætt reksturinn og aukið samkeppnisfærni fyrirtækja. Við sjáum stóraukinn áhuga viðskiptavina okkar á nýta gagnadrifnar lausnir í sínum rekstri og með kaupum í DataLab, sem við teljum vera leiðandi á sínu sviði, sjáum við fram á að geta komið enn betur til móts við stórbreyttar þarfir markaðarins.“ Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLab, segir að vöxtur í gagnadrifnum lausnum sem byggi á gervigreind, hafi verið afar hraður síðustu ár. „Mörg fyrirtæki reiða sig alfarið orðið á slíkar lausnir til að besta sinn rekstur og efla þjónustu, þar á meðal fjölmörg íslensk fyrirtæki. Engu að síður erum við rétt að hefja vegferð sem byggir á gagnadrifnum lausnum og við í DataLab finnum fyrir sívaxandi áhuga á okkar sérþekkingu. Við bindum miklar vonir við samstarfið við Origo, sem hefur verið leiðandi fyrirtæki í hugbúnaðarþróun og stafrænum lausnum. Bæði félög sjá veruleg samlegðaráhrif með kaupunum og enn öflugara lausnaframboð en áður,“ segir Brynjólfur í tilkynningu. Tækni Gervigreind Upplýsingatækni Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Origo að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustu á gagnadrifnum og snjöllum lausnum, þar sem fjölbreytt gögn og aðferðir úr smiðju gervigreindar og gagnavísinda séu nýttar. Með þeim megi til að mynda sjálfvirknivæða viðskiptaferla, bæta upplifun notenda, auka sölu, draga úr óvissu, áhættu og kostnaði og auka skilvirkni í rekstri. Illa flokkuð gögn flæki vinnu starfsfólks ,,Gervigreind og nýting gagna úr ólíkum áttum verður sífellt stærri þáttur í rekstri fyrirtækja, þar sem þau geta skipt sköpum í sívaxandi samkeppni. Í raun eru gögn alls staðar, en oft illa flokkuð sem gerir starfsfólki erfiðara um vik að nýta þau bæði til innri og ytri nota,“ segir Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna hjá Origo. „Þess vegna getur gervigreind og gagnavísindi hjálpað okkur að draga fram þær upplýsingar sem máli skipta, bætt reksturinn og aukið samkeppnisfærni fyrirtækja. Við sjáum stóraukinn áhuga viðskiptavina okkar á nýta gagnadrifnar lausnir í sínum rekstri og með kaupum í DataLab, sem við teljum vera leiðandi á sínu sviði, sjáum við fram á að geta komið enn betur til móts við stórbreyttar þarfir markaðarins.“ Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLab, segir að vöxtur í gagnadrifnum lausnum sem byggi á gervigreind, hafi verið afar hraður síðustu ár. „Mörg fyrirtæki reiða sig alfarið orðið á slíkar lausnir til að besta sinn rekstur og efla þjónustu, þar á meðal fjölmörg íslensk fyrirtæki. Engu að síður erum við rétt að hefja vegferð sem byggir á gagnadrifnum lausnum og við í DataLab finnum fyrir sívaxandi áhuga á okkar sérþekkingu. Við bindum miklar vonir við samstarfið við Origo, sem hefur verið leiðandi fyrirtæki í hugbúnaðarþróun og stafrænum lausnum. Bæði félög sjá veruleg samlegðaráhrif með kaupunum og enn öflugara lausnaframboð en áður,“ segir Brynjólfur í tilkynningu.
Tækni Gervigreind Upplýsingatækni Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira