Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2021 23:13 Pavel Ermolinskij var með tvö stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar í sigri Vals á Tindastóli. vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. „Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
„Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45