Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 10:27 Tómas við eldgosið að næturlagi um helgina. Aðsend Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum. Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira