Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2021 18:46 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn var á fundinum í dag. Spurður sagði hann lögreglu telja sig þekkja ástæður morðsins en vildi ekki tjá sig um þær að svo stöddu. Þá svaraði hann játandi spurður að því hvort fórnarlambið væri talið hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi. Vísir/ArnarHalldórs Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira