Veðurgluggi í kvöld og nótt en ekkert útivistarveður um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 21:31 Aðstæður á gossvæðinu eru mjög góðar í kvöld, að sögn fréttamanns á staðnum. Svona leit gosið út þegar tekið var að dimma. Vísir/Vilhelm Veðurgluggi er í kvöld og nótt fyrir almenning til þess að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Veður mun svo versna á morgun og fram yfir helgi. Gríðarleg aðsókn hefur verið á svæðinu síðustu daga. Frá því að talning hófst hafa um sex þúsund manns heimsótt gosstöðvarnar og stöðugur straumur af fólki hefur verið í dag. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður lýsti því í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að svæðið hafi tekið stórkostlegum breytingum frá því gos hófst fyrir viku síðan, föstudaginn 19. mars. Gígurinn sem myndaðist fyrst var alltaf stærstur. Tveir minni gígar hafa nú sameinast í einn. Sá er orðinn jafnhár þeim fyrsta – og hraunflæði úr honum stöðugt. Umfjöllun Jóhanns í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Jóhann var enn staddur á svæðinu nú skömmu eftir klukkan níu. Hann segir í samtali við Vísi að mikið sjónarspil sé að fylgjast með gígunum tveimur, sérstaklega í ljósaskiptunum. Þá sé mikið fjölmenni á svæðinu, nokkur hundruð manns í það minnsta. Veður sé jafnframt með besta móti og aðstæður í raun fullkomnar. Nær alveg heiðskírt er á svæðinu en nægur vindur til að bægja gasmengun frá. Veður mun þó versna strax á morgun og ekkert útivistarveður á svæðinu um helgina. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa beint því til fólks að gæta vel að sóttvörnum á gossvæðinu. Áréttað er í tilkynningu frá almannavörnum í kvöld að fólk í sóttkví eigi ekki að fara í gönguferð. Þetta eigi við um alla í sóttkví, bæði ferðafólk og fólk búsett hér á landi. Þá sendi neyðarlínan SMS-skilaboð vegna þessa í síma á afmörkuðu svæði í kringum gosstöðvarnar í kvöld. Spá veðurvaktar um gasdreifingu: Norðlæg átt 5-10 m/s og þurrt að mestu á gosstöðvunum, en snýst í hægari norðaustan og austanátt í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs, en síðar til suðvestur og vesturs, og í kvöld og nótt gæti borist mengun yfir Grindavík sem væri óholl fyrir viðkvæma samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar. Á morgun er ört vaxandi austanátt á svæðinu og með snjókomu. Gosmengun verður því áfram til vesturs og ekkert útivistarveður verður við gosstöðvarnar síðdegis á morgun eða annað kvöld. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07 Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34 Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Gríðarleg aðsókn hefur verið á svæðinu síðustu daga. Frá því að talning hófst hafa um sex þúsund manns heimsótt gosstöðvarnar og stöðugur straumur af fólki hefur verið í dag. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður lýsti því í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að svæðið hafi tekið stórkostlegum breytingum frá því gos hófst fyrir viku síðan, föstudaginn 19. mars. Gígurinn sem myndaðist fyrst var alltaf stærstur. Tveir minni gígar hafa nú sameinast í einn. Sá er orðinn jafnhár þeim fyrsta – og hraunflæði úr honum stöðugt. Umfjöllun Jóhanns í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Jóhann var enn staddur á svæðinu nú skömmu eftir klukkan níu. Hann segir í samtali við Vísi að mikið sjónarspil sé að fylgjast með gígunum tveimur, sérstaklega í ljósaskiptunum. Þá sé mikið fjölmenni á svæðinu, nokkur hundruð manns í það minnsta. Veður sé jafnframt með besta móti og aðstæður í raun fullkomnar. Nær alveg heiðskírt er á svæðinu en nægur vindur til að bægja gasmengun frá. Veður mun þó versna strax á morgun og ekkert útivistarveður á svæðinu um helgina. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa beint því til fólks að gæta vel að sóttvörnum á gossvæðinu. Áréttað er í tilkynningu frá almannavörnum í kvöld að fólk í sóttkví eigi ekki að fara í gönguferð. Þetta eigi við um alla í sóttkví, bæði ferðafólk og fólk búsett hér á landi. Þá sendi neyðarlínan SMS-skilaboð vegna þessa í síma á afmörkuðu svæði í kringum gosstöðvarnar í kvöld. Spá veðurvaktar um gasdreifingu: Norðlæg átt 5-10 m/s og þurrt að mestu á gosstöðvunum, en snýst í hægari norðaustan og austanátt í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs, en síðar til suðvestur og vesturs, og í kvöld og nótt gæti borist mengun yfir Grindavík sem væri óholl fyrir viðkvæma samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar. Á morgun er ört vaxandi austanátt á svæðinu og með snjókomu. Gosmengun verður því áfram til vesturs og ekkert útivistarveður verður við gosstöðvarnar síðdegis á morgun eða annað kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07 Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34 Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07
Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34
Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37