Vill fullan þunga í viðræður um tengingu krónunnar við evru Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 20:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/Vilhelm Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögur um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið og samstarf í gjaldeyrismálum. Formaður Viðreisnar segir þjóðina eiga að fá að ákveða næstu skref í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögurnar tvær voru lagðar fram í dag. Í annarri er lagt til samstarf við Evrópusambandið í gjaldeyrismálum og gengisvörnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stöðugur gjaldmiðil, eða króna tengd við evru, muni koma Íslendingum fyrr út úr efnahagsþrengingum eftir faraldurinn. „Þess vegna leggjum við áhrerslu á að það verði farið núna strax af fullum þunga í pólitískar viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um að tengja íslensku krónuna við evru og tryggja þannig bæði heimilum og fyrirtætkjum stöðugleika til skemmri og lengri tíma,“ segir Þorgerður. Þorgerður telur umræðu um gjaldeyrismál aldrei hafa verið brýnni. „Miðað við fjármálaáæltun ríkisstjórnarinnar verðum við hér með ósjálfbæra skuldastöðu ennþá árið 2025. Við munum ekki vaxa út úr vandanum og við munum ekki geta hlaupið hraðar nema með stöðugum gjaldmiðli.“ Þingflokkur Viðreisnar leggur til að Ísland kanni möguleika á tvíhliða samningi við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Unsplash/Lena Balk Í hinni tillögunni er lagt til að viðræður við Evrópusambandið verði teknar upp að nýju. Forsætisráðherra yrði þá gert að skipa nefnd sem á að meta hvenær og hvernig eigi að hefja formlegar aðildarviðræður og undirbúa þingsályktunartillögu um það. Ákvörðun um framhald viðræðna yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem færi í síðasta lagi fram í janúar á næsta ári. „Þetta er varfærið skref en við erum að halda þessum mikilvæga möguleika upp á framtíð þjóðarinnar opnum. Það er síðan þjóðarinnar, og það ættu nú allir flokkar að geta tekið undir það að treysta henni, að ákvarða um sína framtíð sjálf.“ Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Tillögurnar tvær voru lagðar fram í dag. Í annarri er lagt til samstarf við Evrópusambandið í gjaldeyrismálum og gengisvörnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stöðugur gjaldmiðil, eða króna tengd við evru, muni koma Íslendingum fyrr út úr efnahagsþrengingum eftir faraldurinn. „Þess vegna leggjum við áhrerslu á að það verði farið núna strax af fullum þunga í pólitískar viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um að tengja íslensku krónuna við evru og tryggja þannig bæði heimilum og fyrirtætkjum stöðugleika til skemmri og lengri tíma,“ segir Þorgerður. Þorgerður telur umræðu um gjaldeyrismál aldrei hafa verið brýnni. „Miðað við fjármálaáæltun ríkisstjórnarinnar verðum við hér með ósjálfbæra skuldastöðu ennþá árið 2025. Við munum ekki vaxa út úr vandanum og við munum ekki geta hlaupið hraðar nema með stöðugum gjaldmiðli.“ Þingflokkur Viðreisnar leggur til að Ísland kanni möguleika á tvíhliða samningi við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Unsplash/Lena Balk Í hinni tillögunni er lagt til að viðræður við Evrópusambandið verði teknar upp að nýju. Forsætisráðherra yrði þá gert að skipa nefnd sem á að meta hvenær og hvernig eigi að hefja formlegar aðildarviðræður og undirbúa þingsályktunartillögu um það. Ákvörðun um framhald viðræðna yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem færi í síðasta lagi fram í janúar á næsta ári. „Þetta er varfærið skref en við erum að halda þessum mikilvæga möguleika upp á framtíð þjóðarinnar opnum. Það er síðan þjóðarinnar, og það ættu nú allir flokkar að geta tekið undir það að treysta henni, að ákvarða um sína framtíð sjálf.“
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira