Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. apríl 2021 20:30 Hraunrennsli í eldgosinu við Fagradalsfjall hefur aukist nokkuð síðustu daga sem er talið nokkuð óvenjulegt. Vísir/Robert Cabrera Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. Síðast voru gerðar hraunflæðismælingar á gossvæðinu við Fagradalsfjall í gær. Niðurstöður úr þeim sýna að rennslið sólarhringinn á undan var nálægt átta rúmmetrum á sekúndu. Meðalrennsli frá því gosið hófst hefur verið um fimm rúmmetrar á sekúndu og aukningin því talsverð. „Eftir þrjár vikur er það heldur meira en það var fyrsta daginn og það hefur sem sagt ekki dregið úr, við sjáum engin merki um endi heldur ef eitthvað er hefur það aðeins aukist. Það er ólíkt því sem við sjáum í flestum eldgosum hér á landi,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Gosstöðvarnar voru tilkomumiklar í dag.Vísir/Robert Cabrera Ekki er útilokað að nýjar sprungur opnist á svæðinu, einkum norðaustan við gosstaðina þrjá. „Það gæti brennt þig, ef þetta kæmi upp beint við hliðina á, ef þú værir með hendina hérna eða í stuttbuxum, aðalatriðið er að hlaupa í burtu og ef sprungan liggur svona þá hleypurðu þangað eða þangað,“ sagði Magnús og lýsti aðstæðum með handabendingum sem sjá má í klippunni hér að neðan. Ýmsar ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að auka öryggi við gosstöðvarnar, sem rýmdar verða klukkan ellefu í kvöld. Svokölluð A-leið að gosinu var endurstikuð í gær eftir uppfært hættumat á svæðinu og hefur fólk gengið þá leið í dag. Þá var tjald björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem tekið var niður eftir að ný sprunga opnaðist um 200 metrum frá, reist á nýjum stað í Meradölum í gærmorgun. Einhverjir voru á ferli við gosstöðvarnar í dag en ekki nærri því eins margir og undanfarnar vikur.Vísir/Robert Cabrera „Hérna erum við með litla vettvangsbækistöð fyrir okkar fólk á svæðinu, það sem það getur alla vega komið í smá hlýju til að borða nestið sitt eða eitthvað svoleiðis og haldið svo áfram. Þá þarf það ekki að keyra alla leið til Grindavíkur til að fara í svoleiðis,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður, í dag. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35 Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Síðast voru gerðar hraunflæðismælingar á gossvæðinu við Fagradalsfjall í gær. Niðurstöður úr þeim sýna að rennslið sólarhringinn á undan var nálægt átta rúmmetrum á sekúndu. Meðalrennsli frá því gosið hófst hefur verið um fimm rúmmetrar á sekúndu og aukningin því talsverð. „Eftir þrjár vikur er það heldur meira en það var fyrsta daginn og það hefur sem sagt ekki dregið úr, við sjáum engin merki um endi heldur ef eitthvað er hefur það aðeins aukist. Það er ólíkt því sem við sjáum í flestum eldgosum hér á landi,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Gosstöðvarnar voru tilkomumiklar í dag.Vísir/Robert Cabrera Ekki er útilokað að nýjar sprungur opnist á svæðinu, einkum norðaustan við gosstaðina þrjá. „Það gæti brennt þig, ef þetta kæmi upp beint við hliðina á, ef þú værir með hendina hérna eða í stuttbuxum, aðalatriðið er að hlaupa í burtu og ef sprungan liggur svona þá hleypurðu þangað eða þangað,“ sagði Magnús og lýsti aðstæðum með handabendingum sem sjá má í klippunni hér að neðan. Ýmsar ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að auka öryggi við gosstöðvarnar, sem rýmdar verða klukkan ellefu í kvöld. Svokölluð A-leið að gosinu var endurstikuð í gær eftir uppfært hættumat á svæðinu og hefur fólk gengið þá leið í dag. Þá var tjald björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem tekið var niður eftir að ný sprunga opnaðist um 200 metrum frá, reist á nýjum stað í Meradölum í gærmorgun. Einhverjir voru á ferli við gosstöðvarnar í dag en ekki nærri því eins margir og undanfarnar vikur.Vísir/Robert Cabrera „Hérna erum við með litla vettvangsbækistöð fyrir okkar fólk á svæðinu, það sem það getur alla vega komið í smá hlýju til að borða nestið sitt eða eitthvað svoleiðis og haldið svo áfram. Þá þarf það ekki að keyra alla leið til Grindavíkur til að fara í svoleiðis,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður, í dag.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35 Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54
Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35
Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40