Í fangelsi fyrir að skjóta að mönnum út um glugga Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2021 14:00 Maðurinn á langan sakaferil að baki og var því ekki talið unnt að skilorðsbinda fangelsisdóminn sem hann hlaut. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa skotið af skammbyssu og ógnað fólki í Súðarvogi fyrir tveimur árum. Hann var einnig dæmdur fyrir vörslu á fíkniefnum og ólöglegum vopnum og skotfærum. Atvikið átti sér stað í Súðarvogi í Reykjavík að morgni 9. mars árið 2019. Lögregla var þá kölluð til vegna skothvella. Maðurinn var einn fjögurra sem voru handteknir á vettvangi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið. Héraðssaksóknari ákærði manninn fyrir hættubrot og vopnalagabrot fyrir að hafa hleypt fjórum skotum úr Ruger-skammbyssu út um glugga og beint henni að tveimur mönnum sem leituðu skjóls á bílastæði fyrir utan heimili hans. Hann var einnig dæmdur fyrir mál frá árinu áður þegar töluvert magn af fíkniefnum og lyfjum fundust í fórum hans. Lagt var hald á afmetamín, kókaín, e-töflur og stera auk íblöndunarefna. Var hann ákærður fyrir fíkniefna- og lyfjabrot. Þá var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot vegna afsagaðrar haglabyssu og skammbyssu auk skotfæra sem hann hafði í vörslu sinni án heimildar. Maðurinn játaði á sig vörslu fíkniefnanna og lyfjanna en neitaði því að þau hafi verið ætluð til sölu og drefingar. Gekkst hann einnig við því að hafa átt vopnin. Hann játaði að hafa skotið af byssunni en neitaði því að hafa ætlað að valda neinum skaða. Fjórir handteknir eftir að skotum var hleypt af í Vogahverfi - Vísir (visir.is) Sagðist hafa ætlað að fæla mennina burt Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að við rannsókn málsins fundust patrónur úr skothylkjum á svalagólfi íbúðar mannsins. Þá voru greinileg ummerki um að skotið hefði verið á BMW-jeppabifreið fyrir framan húsið og mögulega á fleiri bifreiðar. Á upptöku öryggismyndavélar mátti sjá tvo menn koma inn á bifreiðastæði í porti fyrir framan íbúð mannsins. Þeir hafi virst kasta einhverju að eða í húsið, látið „dólgslega“ og sparkað í bifreiðar á stæðinu. Skömmu síðar sáust þeir leita skjóls. Við skýrslutöku sögðust mennirnir tveir hafa hraðað sér burtu þegar þeir heyrðu byssuhvelli. Maðurinn sem var dæmdur fyrir að hafa skotið á þá bar því við að mennirnir tveir hefðu haft í hótunum við sig fyrir atburðina. Hann hefði haft af því spurnir að eitthvað „slæmt væri í uppsiglingu“. Hann hafi leitað til lögreglu en litlar undirtektir fengið. Lýsti hann því meðal annars að árinu áður hefði verið kveikt í heima hjá honum þegar eldsprengju var kastað inn til hans. Tveggja manna leitað vegna bensínsprengju í Súðavogi - Vísir (visir.is) Þegar unnusta hans hafi sagt honum frá því að mennirnir tveir væru fyrir utan hefði hann skotið með byssu út um gluggann en þvertók fyrir að hafa miðað henni að þeim. Hann hafi alls ekki ætla að valda neinum skaða heldur aðeins fæla mennina burt. Byssuna hefði hann keypt vegna brunans árinu áður „ef eitthvað skyldi út af bregða“. Hana hafi hann ætlað að nota til að verja sig og fjölskyldu sína án þess að nokkur ætti að slasast. Efnin sögð til eigin nota Ákæra lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins vegna fíkniefnanna og skotvopnanna kom til eftir að maðurinn var handtekinn í maí árið 2018. Þá hafði verið tilkynnt um að einhver hefði skotið á mann úr bifreið í Kópavogi. Bárust böndin fljótt að ákærða. Við húsleit á heimili hans var lagt hald á skotvopnin, skotfærin, fíkniefnin og lyfin. Bar maðurinn því við að efnin væru til eigin nota. Úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa hleypt úr byssu - Vísir (visir.is) Óskilorðsbundinn dómur vegna langs sakaferils Héraðsdómur taldi aðeins sannað að maðurinn hefði aðeins beint byssunni að mönnunum þegar hann hleypti einu skoti af fjórum af. Hann var sakfelldur fyrir hættubrot vegna þess og sömuleiðis vopnalagabrot. Hann var einnig dæmdur fyrir vörsluna á efnunum og vopnunum árið 2018. Skýringar hans um að efnin hafi verið ætluð til einkaneyslu voru ekki taldar trúanlegar. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing hans var ákvörðuð. Í dómnum kemur fram að hann hafi átta sinnum gerst brotlegur við refsilög frá 1994, þar á meðal í átján mánaða fangelsi fyrir ólögmæta nauðung, hótanir og tilraun til fjárkúgunar með dómi Hæstaréttar árið 2011. Maðurinn var einn af fimmtán mönnum sem dæmdir voru í stóra fíkniefnamálinu árið 2000, sem var eitt umfangsmesta mál sem komið hafði upp þá. Hann var þá dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að kaupum á 660 grömmum af kókaíni í Bandaríkjunum og flutt í varahlut til landsins. Endurtekin fíkniefna- og vopnalagabrot mannsins voru virt honum til refsiþyngingar og hættustig og grófleiki hættubrotsins sem hann var sakfelldur fyrir nú sömuleiðis. Honum var talið til málsbóta að hafa játað sök að nokkru leyti og hafa greint hreinskilnislega frá atvikum eins og þau horfðu við honum. Þá var litið tafa á meðferð málsins. Var refsing mannsins ákvörðuð hæfileg níu mánaða fangelsisvist en hún var ekki skilorðsbundin vegna sakaferils hans. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann sætti frá 9.-27. mars 2019. Skammbyssa mannsins, afsöguð haglabyssa, hvellvissa, skotfæri og efnin voru öll gerð upptæk. Maðurinn þarf að greiða hátt í tvær og hálfa milljón krónur í málsvarnarlaun og annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Súðarvogi í Reykjavík að morgni 9. mars árið 2019. Lögregla var þá kölluð til vegna skothvella. Maðurinn var einn fjögurra sem voru handteknir á vettvangi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið. Héraðssaksóknari ákærði manninn fyrir hættubrot og vopnalagabrot fyrir að hafa hleypt fjórum skotum úr Ruger-skammbyssu út um glugga og beint henni að tveimur mönnum sem leituðu skjóls á bílastæði fyrir utan heimili hans. Hann var einnig dæmdur fyrir mál frá árinu áður þegar töluvert magn af fíkniefnum og lyfjum fundust í fórum hans. Lagt var hald á afmetamín, kókaín, e-töflur og stera auk íblöndunarefna. Var hann ákærður fyrir fíkniefna- og lyfjabrot. Þá var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot vegna afsagaðrar haglabyssu og skammbyssu auk skotfæra sem hann hafði í vörslu sinni án heimildar. Maðurinn játaði á sig vörslu fíkniefnanna og lyfjanna en neitaði því að þau hafi verið ætluð til sölu og drefingar. Gekkst hann einnig við því að hafa átt vopnin. Hann játaði að hafa skotið af byssunni en neitaði því að hafa ætlað að valda neinum skaða. Fjórir handteknir eftir að skotum var hleypt af í Vogahverfi - Vísir (visir.is) Sagðist hafa ætlað að fæla mennina burt Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að við rannsókn málsins fundust patrónur úr skothylkjum á svalagólfi íbúðar mannsins. Þá voru greinileg ummerki um að skotið hefði verið á BMW-jeppabifreið fyrir framan húsið og mögulega á fleiri bifreiðar. Á upptöku öryggismyndavélar mátti sjá tvo menn koma inn á bifreiðastæði í porti fyrir framan íbúð mannsins. Þeir hafi virst kasta einhverju að eða í húsið, látið „dólgslega“ og sparkað í bifreiðar á stæðinu. Skömmu síðar sáust þeir leita skjóls. Við skýrslutöku sögðust mennirnir tveir hafa hraðað sér burtu þegar þeir heyrðu byssuhvelli. Maðurinn sem var dæmdur fyrir að hafa skotið á þá bar því við að mennirnir tveir hefðu haft í hótunum við sig fyrir atburðina. Hann hefði haft af því spurnir að eitthvað „slæmt væri í uppsiglingu“. Hann hafi leitað til lögreglu en litlar undirtektir fengið. Lýsti hann því meðal annars að árinu áður hefði verið kveikt í heima hjá honum þegar eldsprengju var kastað inn til hans. Tveggja manna leitað vegna bensínsprengju í Súðavogi - Vísir (visir.is) Þegar unnusta hans hafi sagt honum frá því að mennirnir tveir væru fyrir utan hefði hann skotið með byssu út um gluggann en þvertók fyrir að hafa miðað henni að þeim. Hann hafi alls ekki ætla að valda neinum skaða heldur aðeins fæla mennina burt. Byssuna hefði hann keypt vegna brunans árinu áður „ef eitthvað skyldi út af bregða“. Hana hafi hann ætlað að nota til að verja sig og fjölskyldu sína án þess að nokkur ætti að slasast. Efnin sögð til eigin nota Ákæra lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins vegna fíkniefnanna og skotvopnanna kom til eftir að maðurinn var handtekinn í maí árið 2018. Þá hafði verið tilkynnt um að einhver hefði skotið á mann úr bifreið í Kópavogi. Bárust böndin fljótt að ákærða. Við húsleit á heimili hans var lagt hald á skotvopnin, skotfærin, fíkniefnin og lyfin. Bar maðurinn því við að efnin væru til eigin nota. Úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa hleypt úr byssu - Vísir (visir.is) Óskilorðsbundinn dómur vegna langs sakaferils Héraðsdómur taldi aðeins sannað að maðurinn hefði aðeins beint byssunni að mönnunum þegar hann hleypti einu skoti af fjórum af. Hann var sakfelldur fyrir hættubrot vegna þess og sömuleiðis vopnalagabrot. Hann var einnig dæmdur fyrir vörsluna á efnunum og vopnunum árið 2018. Skýringar hans um að efnin hafi verið ætluð til einkaneyslu voru ekki taldar trúanlegar. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing hans var ákvörðuð. Í dómnum kemur fram að hann hafi átta sinnum gerst brotlegur við refsilög frá 1994, þar á meðal í átján mánaða fangelsi fyrir ólögmæta nauðung, hótanir og tilraun til fjárkúgunar með dómi Hæstaréttar árið 2011. Maðurinn var einn af fimmtán mönnum sem dæmdir voru í stóra fíkniefnamálinu árið 2000, sem var eitt umfangsmesta mál sem komið hafði upp þá. Hann var þá dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að kaupum á 660 grömmum af kókaíni í Bandaríkjunum og flutt í varahlut til landsins. Endurtekin fíkniefna- og vopnalagabrot mannsins voru virt honum til refsiþyngingar og hættustig og grófleiki hættubrotsins sem hann var sakfelldur fyrir nú sömuleiðis. Honum var talið til málsbóta að hafa játað sök að nokkru leyti og hafa greint hreinskilnislega frá atvikum eins og þau horfðu við honum. Þá var litið tafa á meðferð málsins. Var refsing mannsins ákvörðuð hæfileg níu mánaða fangelsisvist en hún var ekki skilorðsbundin vegna sakaferils hans. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann sætti frá 9.-27. mars 2019. Skammbyssa mannsins, afsöguð haglabyssa, hvellvissa, skotfæri og efnin voru öll gerð upptæk. Maðurinn þarf að greiða hátt í tvær og hálfa milljón krónur í málsvarnarlaun og annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira