Kom ekki heim til sín í mánuð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 08:30 Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Rut Jónsdóttir, leikmaður KA/Þór í Olís-deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki komið heim til sín síðan í byrjun mars vegna anna með landsliðinu, æfingabanns hér á landi og fleira. Rut var í viðtali við RÚV fyrir landsleiki Íslands og Slóveníu í umspili um sæti á HM í handbolta. Fyrri leikurinn fer fram á laugardaginn kemur klukkan 15.30 og sá síðari á miðvikudaginn eftir viku klukkan 19.45. „Erum ekki margar í hópnum sem fengum að upplifa HM fyrir tíu árum. Það var rosalega skemmtilegt og við eigum góðar minningar þaðan. Ég vona að hinar stelpurnar í hópnum fái þá reynslu,“ sagði hin þrítuga Rut í viðtali sínu við RÚV. „Líkurnar eru kannski ekki með okkur í liði en það er allt hægt. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og hef trú á hópnum,“ bætti hún við. Rut gekk til liðs við KA/Þór fyrir yfirstandandi tímabil en hún hafði leikið í Danmörku frá árinu 2008. Verkefni með landsliðinu í Norður-Makedóníu, æfingabann hér á landi og almennt bras í kringum kórónufaraldurinn hefur gert það að verkum að Rut hefur eytt litlum tíma á Akureyri að undanförnu. „Ég rétt skrapp heim í einn og hálfan dag um helgina en fyrir það var mánuður síðan ég kom heim til mín. Er svo heppin að hafa dásamlegt fólk í kringum mig, kærasta og fjölskyldu, sem sýna skilning og það skiptir miklu máli. Vonandi verð ég svo komin heim 24. apríl,“ sagði Rut að endingu. Mikilvæg verkefni framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta!https://t.co/MfEFzYPmMy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 13, 2021 Rut og stöllur hennar í KA/Þór hafa heldur betur staðið fyrir sínu á tímabilinu en liðið er sem stendur efst í Olís-deild kvenna með 19 stig eftir 12 leiki, stigi meira en Fram sem er í 2. sæti deildarinnar. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri HM 2021 í handbolta Mest lesið Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Rut var í viðtali við RÚV fyrir landsleiki Íslands og Slóveníu í umspili um sæti á HM í handbolta. Fyrri leikurinn fer fram á laugardaginn kemur klukkan 15.30 og sá síðari á miðvikudaginn eftir viku klukkan 19.45. „Erum ekki margar í hópnum sem fengum að upplifa HM fyrir tíu árum. Það var rosalega skemmtilegt og við eigum góðar minningar þaðan. Ég vona að hinar stelpurnar í hópnum fái þá reynslu,“ sagði hin þrítuga Rut í viðtali sínu við RÚV. „Líkurnar eru kannski ekki með okkur í liði en það er allt hægt. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og hef trú á hópnum,“ bætti hún við. Rut gekk til liðs við KA/Þór fyrir yfirstandandi tímabil en hún hafði leikið í Danmörku frá árinu 2008. Verkefni með landsliðinu í Norður-Makedóníu, æfingabann hér á landi og almennt bras í kringum kórónufaraldurinn hefur gert það að verkum að Rut hefur eytt litlum tíma á Akureyri að undanförnu. „Ég rétt skrapp heim í einn og hálfan dag um helgina en fyrir það var mánuður síðan ég kom heim til mín. Er svo heppin að hafa dásamlegt fólk í kringum mig, kærasta og fjölskyldu, sem sýna skilning og það skiptir miklu máli. Vonandi verð ég svo komin heim 24. apríl,“ sagði Rut að endingu. Mikilvæg verkefni framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta!https://t.co/MfEFzYPmMy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 13, 2021 Rut og stöllur hennar í KA/Þór hafa heldur betur staðið fyrir sínu á tímabilinu en liðið er sem stendur efst í Olís-deild kvenna með 19 stig eftir 12 leiki, stigi meira en Fram sem er í 2. sæti deildarinnar.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri HM 2021 í handbolta Mest lesið Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita