SaltPay segir upp starfsfólki Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 14:15 Alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay festi kaup á meirihluta í Borgun í fyrra. Vísir/Vilhelm Greiðslufyrirtækið SaltPay, áður Borgun, hefur ráðist í uppsagnir og hyggst fækka starfsfólki sínu umtalsvert hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hafa breytingarnar alls áhrif á um fjórðung starfsliðsins en verður sumum boðið að þiggja önnur störf hjá fyrirtækinu. Liggur því ekki endanlega fyrir hve margir missa vinnuna að svo stöddu en starfsfólki var tilkynnt um aðgerðirnar í dag. Í lok nóvember störfuðu 126 manns hjá félaginu hér á landi og má því ætla að skipulagsbreytingarnar hafi áhrif á um og yfir 30 manns. Eftir að SaltPay keypti ráðandi hlut í Borgun í fyrra hefur verið greint frá því að tíu starfsmönnum hafi verið sagt upp í júlí síðastliðnum, þrettán í september og 29 í nóvember. Fram kemur í tilkynningu frá SaltPay að nú sé aðallega um að ræða starfsfólk sem starfaði við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. Ákvörðunin er sögð ekki hafa nein áhrif á viðskiptavini SaltPay á Íslandi. Þurft að skipta út gömlu greiðslukerfi Gengið var frá kaupum alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay á tæplega 96% eignarhlut í Borgun í júlí í fyrra. Keypti félagið 63,5% hlut Íslandsbanka og 32,4% hlut Eignarhaldsfélagsins Borgun, sem er meðal annars í eigu Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis. Að sögn SaltPay hefur frá þeim tíma staðið yfir rýning á öllum kerfum fyrirtækisins og hafin þróun á nýjum lausnum. „Greiðslukerfi Borgunar var í grunninn byggt á kerfi sem orðið er hátt í fjörutíu ára gamalt og ljóst var frá upphafi að því þyrfti að skipta út. Sú vinna hefur staðið yfir og er komin á það stig að ekki verður þörf fyrir allt það starfsfólk sem sinnt hefur gamla kerfinu. Af þessu leiðir að fækkun verður á hugbúnaðarsviði, auk þess sem aukin sjálfvirkni og bætt tækni hefur áhrif til fækkunar á öðrum sviðum.“ „Rekstur fyrirtækisins hefur verið þungur á síðustu árum en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu þýða að ekki þurfi að koma til frekari uppsagna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Greiðslumiðlun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. 15. júlí 2020 17:20 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Ráku 10 en vilja ráða 60 Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans. 16. júlí 2020 13:18 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Liggur því ekki endanlega fyrir hve margir missa vinnuna að svo stöddu en starfsfólki var tilkynnt um aðgerðirnar í dag. Í lok nóvember störfuðu 126 manns hjá félaginu hér á landi og má því ætla að skipulagsbreytingarnar hafi áhrif á um og yfir 30 manns. Eftir að SaltPay keypti ráðandi hlut í Borgun í fyrra hefur verið greint frá því að tíu starfsmönnum hafi verið sagt upp í júlí síðastliðnum, þrettán í september og 29 í nóvember. Fram kemur í tilkynningu frá SaltPay að nú sé aðallega um að ræða starfsfólk sem starfaði við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. Ákvörðunin er sögð ekki hafa nein áhrif á viðskiptavini SaltPay á Íslandi. Þurft að skipta út gömlu greiðslukerfi Gengið var frá kaupum alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay á tæplega 96% eignarhlut í Borgun í júlí í fyrra. Keypti félagið 63,5% hlut Íslandsbanka og 32,4% hlut Eignarhaldsfélagsins Borgun, sem er meðal annars í eigu Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis. Að sögn SaltPay hefur frá þeim tíma staðið yfir rýning á öllum kerfum fyrirtækisins og hafin þróun á nýjum lausnum. „Greiðslukerfi Borgunar var í grunninn byggt á kerfi sem orðið er hátt í fjörutíu ára gamalt og ljóst var frá upphafi að því þyrfti að skipta út. Sú vinna hefur staðið yfir og er komin á það stig að ekki verður þörf fyrir allt það starfsfólk sem sinnt hefur gamla kerfinu. Af þessu leiðir að fækkun verður á hugbúnaðarsviði, auk þess sem aukin sjálfvirkni og bætt tækni hefur áhrif til fækkunar á öðrum sviðum.“ „Rekstur fyrirtækisins hefur verið þungur á síðustu árum en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu þýða að ekki þurfi að koma til frekari uppsagna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Greiðslumiðlun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. 15. júlí 2020 17:20 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Ráku 10 en vilja ráða 60 Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans. 16. júlí 2020 13:18 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. 15. júlí 2020 17:20
29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09
Ráku 10 en vilja ráða 60 Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans. 16. júlí 2020 13:18
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent