Djúp sorg fyrir norðan eftir að sóttvarnayfirvöldum snerist skyndilega hugur Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 13:19 Nokkur hundruð börn taka alla jafna þátt á leikunum í venjulegu árferði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að aflýsa skíðamótinu í ár en til stóð að halda leikanna um miðjan maí. Er þetta annað árið í röð sem leikunum er aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021 Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Sjá meira
Upphaflega átti mótið að hefjast í dag og standa fram á laugardag en nýlega var setningardegi þess frestað um þrjár vikur fram til 13. maí vegna stöðunnar í faraldrinum. Skipt um skoðun eftir fundinn Í færslu á Facebook-síðu Andrésar Andar leikanna segir að framkvæmdanefndin hafi undanfarna daga leitað leiða í samráði við sóttvarnayfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, almannavarnir, bæjaryfirvöld og íþróttahreyfinguna til að hægt væri að halda leikana í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Funduðu fulltrúar þeirra í hádeginu í gær og voru að sögn skipuleggjenda allir búnir að fallast á þá sóttvarnaáætlun sem þá lá fyrir. „Það var svo núna seinnipartinn [á þriðjudag] að forsendur breyttust þar sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.“ Heimsfaraldurinn hefur reynst reiðarslag fyrir skíðafólk og ber heimasíða Skíðafélags Akureyrar þess skýr merki. Skjáskot Málið úr þeirra höndum Skipuleggjendur segja að aldrei hafi annað staðið til en að halda leikanna með allra ítrustu sóttvarnaráðstafanir að leiðarljósi. „Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hins vegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnartilmæli yfirvalda sem kveður á um að forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa,“ segir í tilkynningunni. Mikil sorg er sögð ríkja hjá aðstandendum leikjanna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Skíðamótið hefur verið árlegur viðburður í Hlíðarfjalli á Akureyri frá árinu 1976 og er þar keppt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og þrautabraut barna. Nú er þó ljóst að Skíðafélag Akureyrar þarf aftur að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni sem hefur haft víðtæk áhrif á allt íþróttastarf síðastliðið ár. Fréttin hefur verið uppfærð. ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST! Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að...Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Íþróttir barna Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Sjá meira