Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV Snorri Másson skrifar 25. apríl 2021 19:12 Heimsfrægð er handan við hornið fyrir Húsavík, sem á lag á Óskarsverðlaununum í kvöld. Húsvíkingar opna hátíðina klukkan 22.38. Vísir/Vilhelm Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu. Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00