Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2021 12:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir kjarkleysi í aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuleysi. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi. Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi.
Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira