Skiptu 22 sinnum um forystu í leik eitt og stríð KR og Vals heldur áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 14:01 Matthías Orri Sigurðarson var að spila á móti KR í síðustu úrslitakeppni en nú er hann með KR á móti Val þar sem eru margir úr KR-liðinu sem hann mætti í úrslitakeppninni 2019. Vísir/Bára Vísir hitar upp fyrir stórleik kvöldsins með myndbandi um það helsta sem gerðist í frábærum fyrsta leik KR-inga og Valsmanna. Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28) Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira