Hnepptu meintan stórsmyglara í varðhald með aðstoð spænsku lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2021 18:11 Í farangri konunnar sem var handtekinn í desember fundust fimm þúsund MDMA töflur, hundrað LSD töflur og fimm kíló af kannabisefnum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum telur sig vera með höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var framseldur til Íslands frá Spáni í marsmánuði. Fjórir til viðbótar voru handteknir vegna málsins sem lögregla flokkar sem skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór. Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór.
Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira