Biobú kaupir meirihluta hlutafjár í ísgerðinni Skúbb Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 09:35 Fyrsta ísbúðin var opnuð við Laugarásveg 1 í maí 2017. Skúbb Biobú hefur keypt meirihluta hlutafjár í ísgerðinni Skúbb ehf. Seljandi er Jóhann Friðrik Haraldsson, einn af stofnendum félagsins. Skúbb á og rekur tvær ísbúðir, annars vegar við Laugarásveg 1 í Reykjavík og hins vegar við Bæjarhraun 2 í Hafnarfirði. Einnig er útsölustaður með jógúrtskálar í Kvikk verslun Orkunnar við Vesturlandsveg. Skúbb selur sömuleiðis ís í matvöruverslanir til veitingahúsa og hótela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að Skúbb hafi verið stofnað árið 2017 og fyrsta ísbúðin opnuð við Laugarásveg 1 í lok maí sama ár. Í vörum Skúbb hafi frá upphafi verið notuð lífræn mjólk frá Biobú í ísframleiðsluna og lífræn grísk jógúrt í jógúrtskálarnar. Vilja hámarka hagkvæmni framleiðslunnar Biobú ehf. var stofnað árið 2002, er sjálfstætt fjölskyldufyrirtæki og mjólkurbú sem framleiðir og selur lífrænar mjólkurvörur. Stofnendur og aðaleigendur fyrirtækisins eru hjónin Dóra Ruf og Kristján Oddsson, en þau stunda lífræna mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi í Kjós. Framkvæmdastjóri Bióbús og verðandi framkvæmdastjóri Skúbb er Helgi Rafn Gunnarsson. ,,Ég er afar spenntur fyrir nýjustu fjárfestingu fyrirtækisins. Þetta er rökrétt framhald í okkar rekstri en undanfarna mánuði hefur Biobú fjárfest í nýjum tækjabúnaði og undirbýr að auka mjólkurmagn í sumar með því að taka inn nýtt mjólkurbú sem er í lífrænu vottunarferli," segir Helgi Rafn í tilkynningu. Sverrir Örn Gunnarsson, framleiðslu- markaðsstjóri Bióbú segir að fyrirtækið hafi unnið náið með Skúbb undanfarin ár og þau þekki því vel til fyrirtækisins. ,,Með fjölgun á útsölustöðum Skúbb er nauðsynlegt að sameina framleiðsluna á einum stað til að hámarka hagkvæmni framleiðslunnar og gæði varanna," segir Sverrir í tilkynningu. Ís Matvælaframleiðsla Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Skúbb á og rekur tvær ísbúðir, annars vegar við Laugarásveg 1 í Reykjavík og hins vegar við Bæjarhraun 2 í Hafnarfirði. Einnig er útsölustaður með jógúrtskálar í Kvikk verslun Orkunnar við Vesturlandsveg. Skúbb selur sömuleiðis ís í matvöruverslanir til veitingahúsa og hótela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að Skúbb hafi verið stofnað árið 2017 og fyrsta ísbúðin opnuð við Laugarásveg 1 í lok maí sama ár. Í vörum Skúbb hafi frá upphafi verið notuð lífræn mjólk frá Biobú í ísframleiðsluna og lífræn grísk jógúrt í jógúrtskálarnar. Vilja hámarka hagkvæmni framleiðslunnar Biobú ehf. var stofnað árið 2002, er sjálfstætt fjölskyldufyrirtæki og mjólkurbú sem framleiðir og selur lífrænar mjólkurvörur. Stofnendur og aðaleigendur fyrirtækisins eru hjónin Dóra Ruf og Kristján Oddsson, en þau stunda lífræna mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi í Kjós. Framkvæmdastjóri Bióbús og verðandi framkvæmdastjóri Skúbb er Helgi Rafn Gunnarsson. ,,Ég er afar spenntur fyrir nýjustu fjárfestingu fyrirtækisins. Þetta er rökrétt framhald í okkar rekstri en undanfarna mánuði hefur Biobú fjárfest í nýjum tækjabúnaði og undirbýr að auka mjólkurmagn í sumar með því að taka inn nýtt mjólkurbú sem er í lífrænu vottunarferli," segir Helgi Rafn í tilkynningu. Sverrir Örn Gunnarsson, framleiðslu- markaðsstjóri Bióbú segir að fyrirtækið hafi unnið náið með Skúbb undanfarin ár og þau þekki því vel til fyrirtækisins. ,,Með fjölgun á útsölustöðum Skúbb er nauðsynlegt að sameina framleiðsluna á einum stað til að hámarka hagkvæmni framleiðslunnar og gæði varanna," segir Sverrir í tilkynningu.
Ís Matvælaframleiðsla Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira