Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. maí 2021 12:50 Stjórn stéttarfélagsins hefur harmað það að nöfn stjórnarmanna verði að koma fram. vísir/vilhelm „Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það að þetta er afar óheppilegt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í samtali við Vísi í dag um það að Íslenska flugstéttafélagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjarasamninga við Play fyrir félagið. Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira