Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2021 23:13 Guðbergur Bergsson rithöfundur smalaði kúm í Nátthaga á æskuárum í Ísólfsskála. Núna sér hann hraunið fara yfir átthagana. Egill Aðalsteinsson Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Jörðinni Ísólfsskála er núna ógnað af hraunrennsli en þar er Guðbergur fæddur. Á heimreiðinni hitti hann tvo frændur sína, þá Val Helgason og Ársæl Ármannsson, sem fögnuðu honum með faðmlagi, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Ég fæddist hér. Síðasti maðurinn sem fæðist hér, næstum fyrir níutíu árum,“ segir Guðbergur en hann er heiðursborgari Grindavíkur. Guðbergur með frændum sínum, þeim Ársæli Ármannssyni og Vali Helgasyni, á heimreiðinni að Ísólfsskála. Guðni Þorbjörnsson ljósmyndar hópinn.Egill Aðalsteinsson Að Ísólfsskála mættu einnig fjórir fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands, að vinna í kappi við tímann. „Já, því miður. Það er svona hætta á því að hraunið komi hingað niður eftir, nema þeir finni einhverja aðra leið fyrir það. Þannig að við erum svona að reyna að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri og fornleifafræðingur hjá Minjastofnun. Agnes Stefánsdóttir er fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Egill Aðalsteinsson Hún segir jörðina geyma fjölda merkra minja. Þær merkustu séu kannski þær sem tengjast sögu útræðis, eins og fiskbyrgin í hrauninu austan við bæinn, en þar séu einnig hlaðnir garðar. „Það er alveg ótrúlegt magn af hleðslum þarna á svæði sem er rosalega erfitt að fara yfir,“ segir Agnes. Guðbergur hafði mestan áhuga á að fara inn í Nátthaga að sjá nýja hraunið en þangað fór hann oft á æskuárum að sækja kýrnar. „Ég á minningar með kúnum. Því að þær komu hingað og áttu hér ból. Þær týndust oft og þá vissi maður nokkurn veginn að þær myndu fara upp í Nátthaga,“ rifjar Guðbergur upp. Guðbergur horfir á hraunið skríða niður í Nátthaga í dag.Egill Aðalsteinsson Í dag sá hann rauðglóandi hraunárnar steypast niður í Nátthaga. -Þetta hlýtur að vera skrítin tilfinning? „Ég vildi bara að kýrnar væru hérna og leggðu sig hjá hrauninu. Þá myndi ég leggja mig hjá kúnum og hrauninu. Og láta hrauna yfir mig,“ svarar Guðbergur, sposkur á svip. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landeigendur Hrauns við Grindavík hafa einnig mátt sjá á eftir fyrrum nytjalandi undir hraun, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Náttúruhamfarir Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Jörðinni Ísólfsskála er núna ógnað af hraunrennsli en þar er Guðbergur fæddur. Á heimreiðinni hitti hann tvo frændur sína, þá Val Helgason og Ársæl Ármannsson, sem fögnuðu honum með faðmlagi, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Ég fæddist hér. Síðasti maðurinn sem fæðist hér, næstum fyrir níutíu árum,“ segir Guðbergur en hann er heiðursborgari Grindavíkur. Guðbergur með frændum sínum, þeim Ársæli Ármannssyni og Vali Helgasyni, á heimreiðinni að Ísólfsskála. Guðni Þorbjörnsson ljósmyndar hópinn.Egill Aðalsteinsson Að Ísólfsskála mættu einnig fjórir fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands, að vinna í kappi við tímann. „Já, því miður. Það er svona hætta á því að hraunið komi hingað niður eftir, nema þeir finni einhverja aðra leið fyrir það. Þannig að við erum svona að reyna að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri og fornleifafræðingur hjá Minjastofnun. Agnes Stefánsdóttir er fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Egill Aðalsteinsson Hún segir jörðina geyma fjölda merkra minja. Þær merkustu séu kannski þær sem tengjast sögu útræðis, eins og fiskbyrgin í hrauninu austan við bæinn, en þar séu einnig hlaðnir garðar. „Það er alveg ótrúlegt magn af hleðslum þarna á svæði sem er rosalega erfitt að fara yfir,“ segir Agnes. Guðbergur hafði mestan áhuga á að fara inn í Nátthaga að sjá nýja hraunið en þangað fór hann oft á æskuárum að sækja kýrnar. „Ég á minningar með kúnum. Því að þær komu hingað og áttu hér ból. Þær týndust oft og þá vissi maður nokkurn veginn að þær myndu fara upp í Nátthaga,“ rifjar Guðbergur upp. Guðbergur horfir á hraunið skríða niður í Nátthaga í dag.Egill Aðalsteinsson Í dag sá hann rauðglóandi hraunárnar steypast niður í Nátthaga. -Þetta hlýtur að vera skrítin tilfinning? „Ég vildi bara að kýrnar væru hérna og leggðu sig hjá hrauninu. Þá myndi ég leggja mig hjá kúnum og hrauninu. Og láta hrauna yfir mig,“ svarar Guðbergur, sposkur á svip. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landeigendur Hrauns við Grindavík hafa einnig mátt sjá á eftir fyrrum nytjalandi undir hraun, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Náttúruhamfarir Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01