Ein sú besta í heimi neitar að tala við blaðamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 16:01 Naomi Osaka er búin að fá sig fullsadda af blaðamannafundum sem hún segir fara illa með andlega heilsu íþróttafólks. EPA-EFE/DAVE HUNT Tennisstjarnan Naomi Osaka ætlar ekki að tala við fjölmiðlamenn á meðan hún tekur þátt í Opna franska meistaramótinu í ár. Ástæðan fyrir fjölmiðlabanni Naomi Osaka er sú að henni finnst kringumstæðurnar á blaðamannafundum setja ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttamanna. Naomi Osaka tilkynnti þessa ákvörðun sín á samfélagsmiðlum sínum og sagði jafnframt að hún óttaðist ekki sektir frá mótshöldurum eða Alþjóðatennissambandinu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) „Ég mun ekki tala við neina fjölmiðla á meðan ég keppi á Roland Garros,“ skrifaði Naomi Osaka á samfélagsmiðla sína. „Mér hefur oft fundist að fólk beri enga virðingu fyrir andlegri heilsu íþróttafólks og þetta kemur vel í ljós þegar ég sit á blaðamannafundi eða tek þátt í slíkum fundi,“ skrifaði Naomi. Naomi Osaka er 23 ára gömul og er eins og er í öðru sæti á heimslistanum. Hún hefur unnið fjóra risatitla á ferlinum en hefur lengst komist í þriðju umferð á Opna franska meistaramótinu. „Við þurfum að sitja þarna og svara spurningum sem við höfum verið spurð af mörgum sinnum áður eða spurð spurninga sem fær okkur til að efast um okkur sjálf. Ég er ekki tilbúin að bjóða sjálfri mér upp á það að setjast fyrir framan fólk sem efast um mig,“ skrifaði Naomi. Osaka hélt því líka fram að það sé eins og sparka í liggjandi mann að þegar íþróttamaður er þvingaður til að svara spurningum eftir tapleiki. Osaka er ein vinsælasta íþróttakona heims og fær gríðarlegar tekjur í gegnum styrktaraðila sína sem og í gegnum auglýsingar. Hún óttast ekki sektir enda ætti hún að hafa efni á því að borga þær sem ein tekjuhæsta íþróttakona heims. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka) Tennis Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Ástæðan fyrir fjölmiðlabanni Naomi Osaka er sú að henni finnst kringumstæðurnar á blaðamannafundum setja ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttamanna. Naomi Osaka tilkynnti þessa ákvörðun sín á samfélagsmiðlum sínum og sagði jafnframt að hún óttaðist ekki sektir frá mótshöldurum eða Alþjóðatennissambandinu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) „Ég mun ekki tala við neina fjölmiðla á meðan ég keppi á Roland Garros,“ skrifaði Naomi Osaka á samfélagsmiðla sína. „Mér hefur oft fundist að fólk beri enga virðingu fyrir andlegri heilsu íþróttafólks og þetta kemur vel í ljós þegar ég sit á blaðamannafundi eða tek þátt í slíkum fundi,“ skrifaði Naomi. Naomi Osaka er 23 ára gömul og er eins og er í öðru sæti á heimslistanum. Hún hefur unnið fjóra risatitla á ferlinum en hefur lengst komist í þriðju umferð á Opna franska meistaramótinu. „Við þurfum að sitja þarna og svara spurningum sem við höfum verið spurð af mörgum sinnum áður eða spurð spurninga sem fær okkur til að efast um okkur sjálf. Ég er ekki tilbúin að bjóða sjálfri mér upp á það að setjast fyrir framan fólk sem efast um mig,“ skrifaði Naomi. Osaka hélt því líka fram að það sé eins og sparka í liggjandi mann að þegar íþróttamaður er þvingaður til að svara spurningum eftir tapleiki. Osaka er ein vinsælasta íþróttakona heims og fær gríðarlegar tekjur í gegnum styrktaraðila sína sem og í gegnum auglýsingar. Hún óttast ekki sektir enda ætti hún að hafa efni á því að borga þær sem ein tekjuhæsta íþróttakona heims. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka)
Tennis Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira