Íslendingar megi ekki sofna á verðinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2021 20:00 Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum. Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“ Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“
Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira