Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2021 21:01 Astrid Lelarge býr á móti brunarústunum. STÖÐ2 Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. Eigur hinna látnu enn í byggingunni Þann 25. júní verður komið heilt ár frá brunanum á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. Brunarústirnar eru enn sjáanlegar almenningi og eigur fórnarlambanna enn í byggingunni. Íbúi sem býr beint á móti brunarústunum horfir daglega upp á eyðilegginguna út um eldhúsgluggann. Hún segir hryllilegt að horfa upp á rústirnar en að sögn Astridar hefur svæðið aldrei verið þrifið. Í fréttinni hér að ofan má sjá fjarlægð húss Astridar og brunarústanna. Astrid hefur skelfilegar minningar af brunanum og segir átakanlegt að sjá eigur hinna látnu í gegnum eldhúsgluggann. Hún segist draga fyrir gluggana til að varna því að sjá persónulegar eigur hinna látnu. „Á hverjum degi sé ég brunarústirnar. Hér eru eigur fólksins sem bjó hér, nágranna minna,“ segir Astrid Lelarge, íbúi að Bræðraborgarstíg. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa tryggingamál því í vegi að húsið hafi ekki verið rifið. Astrid segir það þó algjört virðingarleysi að ekki hafi verið neglt fyrir glugga eða svæðið þrifið þar til rífa megi húsnæðið. Finnur enn reykjalykt „Ég man svo vel eftir þessu og stundum finn ég reykjarlykt, mest þegar rignir og þornar svo. Þá finn ég lykt af brunnu timbri. Það minnir mig á þennan atburð.“ Þá man hún harmleikinn sem átti sér stað fyrir ári síðan vel. „Ég bjóst ekki við að þetta tæki svona langan tíma,“ segir Astrid. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Eigur hinna látnu enn í byggingunni Þann 25. júní verður komið heilt ár frá brunanum á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. Brunarústirnar eru enn sjáanlegar almenningi og eigur fórnarlambanna enn í byggingunni. Íbúi sem býr beint á móti brunarústunum horfir daglega upp á eyðilegginguna út um eldhúsgluggann. Hún segir hryllilegt að horfa upp á rústirnar en að sögn Astridar hefur svæðið aldrei verið þrifið. Í fréttinni hér að ofan má sjá fjarlægð húss Astridar og brunarústanna. Astrid hefur skelfilegar minningar af brunanum og segir átakanlegt að sjá eigur hinna látnu í gegnum eldhúsgluggann. Hún segist draga fyrir gluggana til að varna því að sjá persónulegar eigur hinna látnu. „Á hverjum degi sé ég brunarústirnar. Hér eru eigur fólksins sem bjó hér, nágranna minna,“ segir Astrid Lelarge, íbúi að Bræðraborgarstíg. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa tryggingamál því í vegi að húsið hafi ekki verið rifið. Astrid segir það þó algjört virðingarleysi að ekki hafi verið neglt fyrir glugga eða svæðið þrifið þar til rífa megi húsnæðið. Finnur enn reykjalykt „Ég man svo vel eftir þessu og stundum finn ég reykjarlykt, mest þegar rignir og þornar svo. Þá finn ég lykt af brunnu timbri. Það minnir mig á þennan atburð.“ Þá man hún harmleikinn sem átti sér stað fyrir ári síðan vel. „Ég bjóst ekki við að þetta tæki svona langan tíma,“ segir Astrid.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira