Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2021 11:15 Atvikið átti sér stað á leiksvæði við Funafold. Mynd/Google Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. Stúlkan var á leikvellinum með systkinum sínum þegar atvikið átti sér stað. Þegar þau brugðu sér frá til að fara á salernið kom maðurinn gangandi og bauð stúlkunni að koma að sjá hundana sína. „Hún sagði nei og þá brást hann þannig við að hann grípur utan um hana, lyftir henni upp og heldur henni að sér. Þá brestur hún í reiðigrát og gefur honum hnéspark í punginn,“ segir faðir stúlkunnar, Ragnar Örn Ottósson. Manninum virðist bregða við öskur og mótþróa stúlkunnar og lét sig hverfa. „Hann tekur á sprettinn í burtu. Það kom maður að sem sá hann ekki en sá í afturendann á honum og þá var hann á fleygiferð,“ segir Ragnar. Hann segir leit að manninum hafa farið strax af stað og lögreglu borið að garði um fimm mínútum eftir að atvikið. Ekkert hafi hins vegar sést til mannsins, sem Ragnar segir vekja grunsemdir um að tilraunin hafi verið skipulögð fyrirfram. Stúlkan gat gefið góða lýsingu af manninum; hann var dökkhærður með brún augu, um það bil 170 til 180 cm, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Þá er hann með bólur og freknur. Hefur þegar heyrt af öðru áþekku atviki Ragnar segist ekki síst vilja koma málinu á framfæri til að freista þess að fá fólk til að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Maður veltir því fyrir sér af hverju það er ekki hægt að setja upp einhverjar digital myndavélar á svona leiksvæðum,“ segir hann og bendir á að myndavélar hafi verið settar upp við grunnskóla. Ragnar er þakklátur lögreglu fyrir að bregðast skjótt við og taka málið alvarlega. Hún kannaðist ekki við önnur mál af þessu tagi en Ragnar hefur þegar fengið símtal frá konu sem sagði dóttur sína hafa lent í svipuðu. „Það var maður sem nálgaðist stúlku með hund og gaf henni ís. Svo bauð hann henni að koma seinna og sagðist þá ætla að gefa henni pening,“ segir hann um lýsingu konunnar. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Þau vilji ræða málin og benda henni á að hún hafi staðið sig eins og ofurhetja, frekar en að fela umræðuna fyrir henni. Það séu frekar foreldrarnir sem nú séu uggandi gagnvart því að leyfa börnunum sínum að leika sér úti án eftirlits. „Þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið slæmt þegar maður getur ekki sent barnið sitt út á róló á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með klippu með viðtali við Ragnar í Reykjavík síðdegis. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Stúlkan var á leikvellinum með systkinum sínum þegar atvikið átti sér stað. Þegar þau brugðu sér frá til að fara á salernið kom maðurinn gangandi og bauð stúlkunni að koma að sjá hundana sína. „Hún sagði nei og þá brást hann þannig við að hann grípur utan um hana, lyftir henni upp og heldur henni að sér. Þá brestur hún í reiðigrát og gefur honum hnéspark í punginn,“ segir faðir stúlkunnar, Ragnar Örn Ottósson. Manninum virðist bregða við öskur og mótþróa stúlkunnar og lét sig hverfa. „Hann tekur á sprettinn í burtu. Það kom maður að sem sá hann ekki en sá í afturendann á honum og þá var hann á fleygiferð,“ segir Ragnar. Hann segir leit að manninum hafa farið strax af stað og lögreglu borið að garði um fimm mínútum eftir að atvikið. Ekkert hafi hins vegar sést til mannsins, sem Ragnar segir vekja grunsemdir um að tilraunin hafi verið skipulögð fyrirfram. Stúlkan gat gefið góða lýsingu af manninum; hann var dökkhærður með brún augu, um það bil 170 til 180 cm, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Þá er hann með bólur og freknur. Hefur þegar heyrt af öðru áþekku atviki Ragnar segist ekki síst vilja koma málinu á framfæri til að freista þess að fá fólk til að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Maður veltir því fyrir sér af hverju það er ekki hægt að setja upp einhverjar digital myndavélar á svona leiksvæðum,“ segir hann og bendir á að myndavélar hafi verið settar upp við grunnskóla. Ragnar er þakklátur lögreglu fyrir að bregðast skjótt við og taka málið alvarlega. Hún kannaðist ekki við önnur mál af þessu tagi en Ragnar hefur þegar fengið símtal frá konu sem sagði dóttur sína hafa lent í svipuðu. „Það var maður sem nálgaðist stúlku með hund og gaf henni ís. Svo bauð hann henni að koma seinna og sagðist þá ætla að gefa henni pening,“ segir hann um lýsingu konunnar. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Þau vilji ræða málin og benda henni á að hún hafi staðið sig eins og ofurhetja, frekar en að fela umræðuna fyrir henni. Það séu frekar foreldrarnir sem nú séu uggandi gagnvart því að leyfa börnunum sínum að leika sér úti án eftirlits. „Þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið slæmt þegar maður getur ekki sent barnið sitt út á róló á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með klippu með viðtali við Ragnar í Reykjavík síðdegis.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira