Ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi Ingibjörg Isaksen skrifar 15. júní 2021 16:01 Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Framsókn hefur lengi talað fyrir því að fjölga fluggáttum inn í landið og styðja þannig enn frekar við ferðaþjónustu um allt land. Ný flugstöð og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli er mikilvægt skref í þá átt. Undir forystu formanns Framsóknar, Sigurðar Inga, hafa verið stigin stór skref í flugmálum á kjörtímabilinu sem brátt líður að lokum. Hann lagði fram fyrstu flugstefnu Íslands sem samþykkt var á þingi. Þá er Loftbrúin komin á gott flug en í september verður ár liðið frá því Sigurður Ingi hleypti af stað því merkilega verkefni sem veitir þeim íbúum sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu 40% afslátt af flugfargjöldum til borgarinnar. Sú aðgerð er mikilvæg fyrir íbúa landsbyggðarinnar en kemur líka til með að styðja vel við almenningssamgöngur í lofti og styrkja ferðaþjónustuna í kringum landið. Eitt af markmiðunum sem hafa verið ofarlega á baugi í ferðaþjónustu hefur verið að dreifa ferðamönnum um landið. Bæði er það til þess að jafna álag á innviði á landinu en þó ekki síður til þess að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Við sem búum á Norðurausturlandi búum að því að eiga á svæðinu náttúruperlur sem eru þekktar um allan heim. Sá kraftur sem settur hefur verið í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli í ráðherratíð Sigurðar Inga, með uppsetningu ILS-búnaðar og annarra tækninýjunga sem bylta aðstæðum flugvéla til lendinga og nú síðast nýrri flugstöð og flughlaði, býr til sterkan grundvöll fyrir aukna tíðni millilandaflugs til Akureyrar. Það styrkir ekki aðeins Akureyri sjálfa heldur allt Norður- og Austurland. Það má því með sanni segja að það sé hafin ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi, framsókn sem kemur til með að skapa atvinnu og skapa tækifæri til að efla byggð á svæðinu. Öflugir flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum eru hluti af öflugri sókn, framsókn fyrir landið allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Akureyri Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Akureyrarflugvöllur Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Framsókn hefur lengi talað fyrir því að fjölga fluggáttum inn í landið og styðja þannig enn frekar við ferðaþjónustu um allt land. Ný flugstöð og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli er mikilvægt skref í þá átt. Undir forystu formanns Framsóknar, Sigurðar Inga, hafa verið stigin stór skref í flugmálum á kjörtímabilinu sem brátt líður að lokum. Hann lagði fram fyrstu flugstefnu Íslands sem samþykkt var á þingi. Þá er Loftbrúin komin á gott flug en í september verður ár liðið frá því Sigurður Ingi hleypti af stað því merkilega verkefni sem veitir þeim íbúum sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu 40% afslátt af flugfargjöldum til borgarinnar. Sú aðgerð er mikilvæg fyrir íbúa landsbyggðarinnar en kemur líka til með að styðja vel við almenningssamgöngur í lofti og styrkja ferðaþjónustuna í kringum landið. Eitt af markmiðunum sem hafa verið ofarlega á baugi í ferðaþjónustu hefur verið að dreifa ferðamönnum um landið. Bæði er það til þess að jafna álag á innviði á landinu en þó ekki síður til þess að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Við sem búum á Norðurausturlandi búum að því að eiga á svæðinu náttúruperlur sem eru þekktar um allan heim. Sá kraftur sem settur hefur verið í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli í ráðherratíð Sigurðar Inga, með uppsetningu ILS-búnaðar og annarra tækninýjunga sem bylta aðstæðum flugvéla til lendinga og nú síðast nýrri flugstöð og flughlaði, býr til sterkan grundvöll fyrir aukna tíðni millilandaflugs til Akureyrar. Það styrkir ekki aðeins Akureyri sjálfa heldur allt Norður- og Austurland. Það má því með sanni segja að það sé hafin ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi, framsókn sem kemur til með að skapa atvinnu og skapa tækifæri til að efla byggð á svæðinu. Öflugir flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum eru hluti af öflugri sókn, framsókn fyrir landið allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 2021.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun