Skallaði barnsmóður sína í íþróttahúsi í viðurvist barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2021 11:35 Þegar lögreglu bar að garði í íþróttahúsinu var faðirinn í miklu uppnámi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Reykjanesi hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa skallað hana í íþróttahúsi í viðurvist ungs sonar þeirra og fleiri barna. Ósætti þeirra má rekja til langvarandi forsjárdeilu. Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira