Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 19:36 Theódór Skúli Sigurðsson, læknir. Stöð 2 Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum. Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira