Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 19:36 Theódór Skúli Sigurðsson, læknir. Stöð 2 Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum. Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira