Innlent

Kristín vill fyrsta sætið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Kristín hefur verið bæjarfulltrúi í átta ár.
Kristín hefur verið bæjarfulltrúi í átta ár. Aðsend

Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs í Hafnarfirði býður sig fram í 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 7. febrúar. Þegar hefur Skarphéðinn Orri Björnsson, núverandi oddviti, tilkynnt að hann sækist eftir 1. sætinu.

Skarphéðinn Orri var í 2. sæti á lista flokksins í síðustu kosningum en síðasti oddviti flokksins í Hafnarfirði, Rósa Guðbjartsdóttir, situr nú á þingi. Kosið verður um sex efstu sætin hjá flokknum í febrúar.

Í tilkynningu frá Kristínu kemur fram að hún hafi verið bæjarfulltrúi í tvö kjörtímabil, formaður fræðsluráðs og hafnarstjórnar, stjórnarmaður í Strætó, setið í samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og verið formaður innkauparáðs Hafnarfjarðar. 

„Ég hef fengið hvatningu úr mörgum áttum til að bjóða mig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef því tekið ákvörðun að bjóða mig fram í 1. sæti í prófkjöri flokksins,“ segir Kristín í færslu þar sem hún tilkynnir um framboð sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×