Eiður Benedikt: Maður veit aldrei þegar maður er að mæta ÍBV Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. júní 2021 20:55 Eiður Benedikt er hér með derhúfu. Við hlið hans er Pétur Pétursson en þeir þjálfa Valsliðið saman. Vísir/Vilhelm Valskonur komu sér áfram eftir eins marks sigur á ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna á Hásteinsvelli í dag. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna kvenna í leikslok. „Mér líður mjög vel. Við vissum að við værum að fara mæta hörkuliði sem tapaði í síðasta leik. Maður veit aldrei þegar maður er að mæta ÍBV, á hvaða degi þær eru, þær geta verið mjög góðar en líka droppað mjög mikið niður en í dag voru þær mjög góðar,“ sagði Eiður í leikslok. Sóknaleikur Vals í fyrri hálfleik var ekki upp á marga fiska og var gerð sóknarsinnuð skipting í hálfleiknum. „Við gerðum skiptingu og settum Fanndísi inn. Það var til þess að fá boltann meira í svæðið milli varnar og miðju sem við vissum að væri opið. Þær hinsvegar stigu mjög hátt með línuna, það var ástæðan fyrir því að við leituðum í boltann á bakvið, sérstaklega til að byrja mér. Mér fannst við ekki vera að skila hlaupunum á bakvið og fylgja því eftir í bolta tvö.“ Elín Metta gerði sér lítið fyrir og nældi sér í fyrsta gula spjaldið á fyrstu mínútu í uppbótartíma, tveimur mínútum seinna braut hún svo aftur og fékk sitt annað gula spjald og verður því ekki með liðinu í næsta leik. „Ég hef engar áhyggjur, við verðum 11 í undanúrslitum. Hún veit alveg að hún á ekki að gera þetta, en af sama skapi er ég ósáttur við að dómarinn sér ekki tvö spörk á undan frá leikmönnum ÍBV, mér fannst það lélegt að hans hálfu. En ég ætla ekki að draga úr neinu, Elín veit betur og lærir af þessu.“ Aðspurður hver drauma andstæðingurinn í næsta leik yrði hafði Eiður þetta að segja: „Við höfum undanfarin ár í endalaust af ferðalögum. Tvisvar til Eyja, við erum búnar að fá einn heimaleik. Við erum búnar að fara til Akureyrar og Húsavíkur, ég held að öll ferðalög séu farin úr pottinum. Ég hef allavega engar áhyggjur af því.“ Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fótbolti Valur ÍBV Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Við vissum að við værum að fara mæta hörkuliði sem tapaði í síðasta leik. Maður veit aldrei þegar maður er að mæta ÍBV, á hvaða degi þær eru, þær geta verið mjög góðar en líka droppað mjög mikið niður en í dag voru þær mjög góðar,“ sagði Eiður í leikslok. Sóknaleikur Vals í fyrri hálfleik var ekki upp á marga fiska og var gerð sóknarsinnuð skipting í hálfleiknum. „Við gerðum skiptingu og settum Fanndísi inn. Það var til þess að fá boltann meira í svæðið milli varnar og miðju sem við vissum að væri opið. Þær hinsvegar stigu mjög hátt með línuna, það var ástæðan fyrir því að við leituðum í boltann á bakvið, sérstaklega til að byrja mér. Mér fannst við ekki vera að skila hlaupunum á bakvið og fylgja því eftir í bolta tvö.“ Elín Metta gerði sér lítið fyrir og nældi sér í fyrsta gula spjaldið á fyrstu mínútu í uppbótartíma, tveimur mínútum seinna braut hún svo aftur og fékk sitt annað gula spjald og verður því ekki með liðinu í næsta leik. „Ég hef engar áhyggjur, við verðum 11 í undanúrslitum. Hún veit alveg að hún á ekki að gera þetta, en af sama skapi er ég ósáttur við að dómarinn sér ekki tvö spörk á undan frá leikmönnum ÍBV, mér fannst það lélegt að hans hálfu. En ég ætla ekki að draga úr neinu, Elín veit betur og lærir af þessu.“ Aðspurður hver drauma andstæðingurinn í næsta leik yrði hafði Eiður þetta að segja: „Við höfum undanfarin ár í endalaust af ferðalögum. Tvisvar til Eyja, við erum búnar að fá einn heimaleik. Við erum búnar að fara til Akureyrar og Húsavíkur, ég held að öll ferðalög séu farin úr pottinum. Ég hef allavega engar áhyggjur af því.“
Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fótbolti Valur ÍBV Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira