Heildarlaun lækkuðu í sumum starfsgreinum Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2021 10:32 Heildarlaun starfsfólks verslana lækkuðu milli áranna 2019 og 2020. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Vísir/vilhelm Grunnlaun hækkuðu að jafnaði um 6,6% milli áranna 2019 og 2020. Á sama tíma hækkuðu heildarlaun fullvinnandi um 5,3% og því ljóst að stytting vinnutíma hefur haft áhrif á þróunina. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru regluleg laun launafólks í fullu starfi að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Heildarlaun voru að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á sama tíma, eða 18,5% hærri en reglulegu launin. Kemur þessi viðbót einkum til vegna yfirvinnu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri, eða um 12% og 14%. „Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir,“ segir í Hagsjánni. Heildarlaun lækkuðu í verslun, viðgerðum og byggingastarfsemi Bæði regluleg mánaðarlaun og heildarlaun fólks í fullu starfi voru hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi á árinu 2020 og næsthæst í rafmagns- og hitaveitum. Lægstu launin voru í gisti- og veitingarekstri og í vatns- og fráveitum og meðhöndlun úrgangs. Grunnlaun hækkuðu minnst í verslun og viðgerðum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fram kemur í greiningu hagfræðideildar Landsbankans að heildarlaun hafi lækkað í verslun, viðgerðum, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samhliða töluverðri hækkun grunnlauna. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Faraldurinn hafði áhrif á meðallaun Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um þrjár stundir á mánuði, eða 1,4%, milli áranna 2019 og 2020. Um er að ræða allar greiddar stundir og má rekja styttinguna bæði til samninga um styttingu vinnutíma og færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu, er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnustundum fækkaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,7%, og næstmest í verslun og viðgerðum, um 3,1%. Eftir að faraldurinn skall á færðist hluti launafólks úr fullu starfi í hlutastarf og launafólki á vinnumarkaði fækkaði að jafnaði meira í lægra launuðum störfum. Höfðu þær breytingar líklega áhrif á meðallaun í ákveðnum störfum. Verslun Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru regluleg laun launafólks í fullu starfi að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Heildarlaun voru að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á sama tíma, eða 18,5% hærri en reglulegu launin. Kemur þessi viðbót einkum til vegna yfirvinnu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri, eða um 12% og 14%. „Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir,“ segir í Hagsjánni. Heildarlaun lækkuðu í verslun, viðgerðum og byggingastarfsemi Bæði regluleg mánaðarlaun og heildarlaun fólks í fullu starfi voru hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi á árinu 2020 og næsthæst í rafmagns- og hitaveitum. Lægstu launin voru í gisti- og veitingarekstri og í vatns- og fráveitum og meðhöndlun úrgangs. Grunnlaun hækkuðu minnst í verslun og viðgerðum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fram kemur í greiningu hagfræðideildar Landsbankans að heildarlaun hafi lækkað í verslun, viðgerðum, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samhliða töluverðri hækkun grunnlauna. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Faraldurinn hafði áhrif á meðallaun Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um þrjár stundir á mánuði, eða 1,4%, milli áranna 2019 og 2020. Um er að ræða allar greiddar stundir og má rekja styttinguna bæði til samninga um styttingu vinnutíma og færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu, er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnustundum fækkaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,7%, og næstmest í verslun og viðgerðum, um 3,1%. Eftir að faraldurinn skall á færðist hluti launafólks úr fullu starfi í hlutastarf og launafólki á vinnumarkaði fækkaði að jafnaði meira í lægra launuðum störfum. Höfðu þær breytingar líklega áhrif á meðallaun í ákveðnum störfum.
Verslun Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira