Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur eytt síðustu dögum í Bandaríkjunum til að venjast aðstæðum. Instagram/@anniethorisdottir Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum. CrossFit Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum.
CrossFit Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira