Aly Raisman stolt af Simone Biles: Það þurfti hugrekki til að hætta keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 09:31 Simone Biles fylgist með liðsfélögum sínum keppa í gær en hún breytti sér í klappstýru í liðakeppninni eftir að hafa hætt í miðri keppni. AP/Ashley Landis Það hafa miklu fleiri hrósað fimleikakonunni Simone Biles en hafa gagnrýnt hana eftir óvænta atburði gærdagsins. Stóra málið á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær var það þegar ein stærsta íþróttastjarna heims, fimleikakonan Simone Biles, hætti í miðri keppni eftir aðeins eitt mislukkað stökk í liðakeppninni. Biles sagðist hafa hætt keppni til að passa upp á andlega heilsu sína. Biles hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum og hún fékk líka stuðning frá fyrrum liðsfélaga sínum í bandaríska fimleikalandsliðsins, Aly Raisman. Three-time Olympic gold medalist Aly Raisman says she is proud of her former teammate Simone Biles after she withdrew from Tuesday's gymnastics team final. https://t.co/08UylZg1Ro— USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 28, 2021 Biles og Aly Raisman unnu Ólympíugull saman í liðakeppninni á leikunum í Ríó 2016 en bandaríska liðið náði aðeins í silfur í gær án þátttöku hinnar mögnuðu Biles. „Það var svo mikil pressa á henni. Ég hef aldrei séð aðra eins pressu á fimleikamanni eða jafnvel á íþróttamanni á Ólympíuleikum. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta var fyrir hana,“ sagði Aly Raisman í viðtali við ESPN. „Ég er mjög stolt af Simone og hennar ótrúlega hugrekki að stíga fram og segja: Ég ætla ekki að gera þetta í dag,“ sagði Raisman. I just want to remind people that Simone Biles is human, says @Aly_Raisman. Even the best athletes in the world, they have good days and bad days, and I commend her for her bravery and speaking up and doing what s right for the team. pic.twitter.com/lBpAPMOTq0— Christiane Amanpour (@camanpour) July 27, 2021 Raisman var fyrirliði fimleikasveita Bandaríkjanna sem unnu gullverðlaun í liðakeppni í London 2012 og í Ríó 2016. „Hún er ennþá mögnuð fimleikakona. Ég held að hún sé að sýna okkur öllum að það sé virkilega mikilvægt fyrir alla að setja andlega heilsu okkar í forgang,“ sagði Raisman. Simone Biles vildi fyrst ekki gefa það upp í gær hvort hún ætli eða ætli ekki að keppa í fjölþrautinni eða í keppninni á einstökum áhöldum. Það kom síðan í ljós í morgun að hún hefur líka dregið sig úr keppni í fjölþrautinni og hefur væntanlega lokið keppni á þessum Ólympíuleikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Sjá meira
Stóra málið á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær var það þegar ein stærsta íþróttastjarna heims, fimleikakonan Simone Biles, hætti í miðri keppni eftir aðeins eitt mislukkað stökk í liðakeppninni. Biles sagðist hafa hætt keppni til að passa upp á andlega heilsu sína. Biles hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum og hún fékk líka stuðning frá fyrrum liðsfélaga sínum í bandaríska fimleikalandsliðsins, Aly Raisman. Three-time Olympic gold medalist Aly Raisman says she is proud of her former teammate Simone Biles after she withdrew from Tuesday's gymnastics team final. https://t.co/08UylZg1Ro— USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 28, 2021 Biles og Aly Raisman unnu Ólympíugull saman í liðakeppninni á leikunum í Ríó 2016 en bandaríska liðið náði aðeins í silfur í gær án þátttöku hinnar mögnuðu Biles. „Það var svo mikil pressa á henni. Ég hef aldrei séð aðra eins pressu á fimleikamanni eða jafnvel á íþróttamanni á Ólympíuleikum. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta var fyrir hana,“ sagði Aly Raisman í viðtali við ESPN. „Ég er mjög stolt af Simone og hennar ótrúlega hugrekki að stíga fram og segja: Ég ætla ekki að gera þetta í dag,“ sagði Raisman. I just want to remind people that Simone Biles is human, says @Aly_Raisman. Even the best athletes in the world, they have good days and bad days, and I commend her for her bravery and speaking up and doing what s right for the team. pic.twitter.com/lBpAPMOTq0— Christiane Amanpour (@camanpour) July 27, 2021 Raisman var fyrirliði fimleikasveita Bandaríkjanna sem unnu gullverðlaun í liðakeppni í London 2012 og í Ríó 2016. „Hún er ennþá mögnuð fimleikakona. Ég held að hún sé að sýna okkur öllum að það sé virkilega mikilvægt fyrir alla að setja andlega heilsu okkar í forgang,“ sagði Raisman. Simone Biles vildi fyrst ekki gefa það upp í gær hvort hún ætli eða ætli ekki að keppa í fjölþrautinni eða í keppninni á einstökum áhöldum. Það kom síðan í ljós í morgun að hún hefur líka dregið sig úr keppni í fjölþrautinni og hefur væntanlega lokið keppni á þessum Ólympíuleikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Sjá meira