Reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 13:31 Mikið var um að vera á tjaldsvæðinu Hömrum í gærkvöldi og í nótt. Stöð 2 Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt. Tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum svæðisins sem ekki virtu næturfrið. Tryggvi Marínósson, umsjónarmaður svæðisins segir aðal vandamálið þó hafa verið fjöldi fólks sem reyndi að smygla sér inn á svæðið í gær og í nótt. „Fólk sem var að koma úr bænum í partý því það var lokað klukkan 12 í bænum. Þá var fólk að reyna komast hingað inn í partý. Sumir gestirnir okkar líta á þetta sem útihátíðarsvæði sem það er ekki, þetta er tjaldsvæði.“ Hann segir tjaldverði hafa átt í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. „Það voru svona sjö eða átta verðir sem voru bara í því í alla nótt að eiga við þá sem voru með læti og þá sem ekki áttu að vera hérna.“ Tíu stígar liggja inn á svæðið og því þurfti að kalla til næturvarða af tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti til þess að hægt væri að vakta alla innganga. „Það var miklu rólegra á Þórunnarstrætinu. Það gekk betur þar því þar er náttúrlega styttra í bæinn og þar löbbuðu þeir bara í bæinn sem ætluðu að djamma og svo varð bara rólegt eftir það.“ Rétt undir átta hundruð manns hafa dvalið á svæðinu um helgina í nokkrum sóttvarnahólfum. Tryggvi á von á því að margir gestir yfirgefi svæðið í dag en segir starfsfólk þó vera vel undirbúið fyrir kvöldið. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi verslunarmannahelgi heldur en ég hef upplifað í mörg mörg ár. En það náttúrlega vantaði einhvers staðar útihátíð á landinu- það er greinilegt.“ Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum svæðisins sem ekki virtu næturfrið. Tryggvi Marínósson, umsjónarmaður svæðisins segir aðal vandamálið þó hafa verið fjöldi fólks sem reyndi að smygla sér inn á svæðið í gær og í nótt. „Fólk sem var að koma úr bænum í partý því það var lokað klukkan 12 í bænum. Þá var fólk að reyna komast hingað inn í partý. Sumir gestirnir okkar líta á þetta sem útihátíðarsvæði sem það er ekki, þetta er tjaldsvæði.“ Hann segir tjaldverði hafa átt í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. „Það voru svona sjö eða átta verðir sem voru bara í því í alla nótt að eiga við þá sem voru með læti og þá sem ekki áttu að vera hérna.“ Tíu stígar liggja inn á svæðið og því þurfti að kalla til næturvarða af tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti til þess að hægt væri að vakta alla innganga. „Það var miklu rólegra á Þórunnarstrætinu. Það gekk betur þar því þar er náttúrlega styttra í bæinn og þar löbbuðu þeir bara í bæinn sem ætluðu að djamma og svo varð bara rólegt eftir það.“ Rétt undir átta hundruð manns hafa dvalið á svæðinu um helgina í nokkrum sóttvarnahólfum. Tryggvi á von á því að margir gestir yfirgefi svæðið í dag en segir starfsfólk þó vera vel undirbúið fyrir kvöldið. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi verslunarmannahelgi heldur en ég hef upplifað í mörg mörg ár. En það náttúrlega vantaði einhvers staðar útihátíð á landinu- það er greinilegt.“
Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira