Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 13:30 Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. Hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum mótmælafundum hingað til en þegar fréttamaður fréttastofu átti leið hjá Austurvelli í gær voru þar hátt í fjörutíu komnir saman á fundinum. Mótmæli af þessum toga hafa verið ansi algeng víða á meginlandi Evrópu en aldrei náð að vekja sérstaka athygli hér á landi. Í raun allt þar til einn meðlimur Coviðspyrnunnar, Sólveig Lilja Óskarsdóttir sem var viðstödd mótmælin í gær, tók sig til og mætti að Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut á fimmtudaginn var til að mótmæla bólusetningum þungaðra kvenna. Hún var handtekin af lögreglu fyrir óspektir en hún öskraði til dæmis hástöfum að óléttum konum sem biðu í röð eftir að fá bólusetningu að með bólusetningum væri verið að drepa börnin. Hennar framlagi til þessa afar fámenna málstaðar var svo hampað sérstaklega við ræðuhöld á mótmælafundinum í gær. „Ef að lögreglan ætlar að handtaka hana og beita hana ofbeldi, þá mun ég verja hana með ofbeldi. Ég vil líka bjóða Sólveigu alla þá hjálp sem hún gæti þurft á að halda. Ef hún missir starfið sitt þá mun ég bjóða fram mína aðstoð við að finna nýtt starf eða styðja hana fjárhagslega,“ sagði einn í Coviðspyrnunni sem hélt ræðu á Austurvelli í gær. Maðurinn þakkaði Sólveigu þá sérstaklega fyrir sitt framlag. „Mér þykir persónulega leitt að ég hafi ekki verið staddur þarna til að aðstoða þig og ég vona að næst verði ég handtekinn með þér.“ Tala um að verið sé að fórna börnum Hann líkti ástandinu í samfélaginu við ástandið í Norður-Kóreu: „Hér á Íslandi er samfélagið að færast í átt að algjöru einræði. Fyrirmyndin er Norður-Kórea þar sem fólk má ekki segja neitt gegn Kim [Jong-un], hér á Íslandi má fólk ekki segja neitt gegn Covid.“ Jóhannes Loftsson, sem virðist vera í forsvari fyrir hópinn, hélt utan um fundinn í gær. Þegar hann sleit honum minnti hann gesti á „stórmótmæli“ sem hópurinn segist ætla að halda fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í hádeginu næsta fimmtudag: „Og við hvetjum alla til að koma. Þetta er gríðarlega mikilvægt og menn þurfa að vekja fólk svo að börnunum verði ekki fórnað,“ lauk hann ræðu sinni. Ekkert sem bendir til að efnin séu hættuleg Flest allt sem hópurinn hefur farið fram með undanfarið er í hrópandi ósamræmi við það sem komið hefur fram í máli heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga. Jón Magnús Jóhannesson læknir ræddi bólusetningar við Jóhannes Loftsson hjá Coviðspyrnunni í Harmageddon í desember síðastliðnum. Hlusta má á umræður þeirra hér: Í lok júlí ákvað landlæknir að mæla með bólusetningu gegn Covid-19 fyrir þungaðar konur. Mælt er með að þær fari í bólusetninguna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngunnar er lokið. Góð reynsla er af notkun mRNA bóluefna við Covid-19 (bóluefni Pfizer og Moderna eru bæði mRNA bóluefni) á meðgöngu og brjóstagjöf. „Ekki voru gerðar rannsóknir á barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðsleyfisafgreiðslu neins COVID-19 bóluefnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólusetningu á meðgöngu eftir að mRNA bóluefnin komu á markað. Dýrarannsóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bóluefnunum fyrir barnshafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti,“ segir á vef embættis landlæknis. „Ekki er búist við að notkun bóluefnis hjá barnshafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur óvirkjuð (ekki lifandi) bóluefni en mælt er með notkun t.d. inflúensubóluefnis hvenær sem er á meðgöngu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum mótmælafundum hingað til en þegar fréttamaður fréttastofu átti leið hjá Austurvelli í gær voru þar hátt í fjörutíu komnir saman á fundinum. Mótmæli af þessum toga hafa verið ansi algeng víða á meginlandi Evrópu en aldrei náð að vekja sérstaka athygli hér á landi. Í raun allt þar til einn meðlimur Coviðspyrnunnar, Sólveig Lilja Óskarsdóttir sem var viðstödd mótmælin í gær, tók sig til og mætti að Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut á fimmtudaginn var til að mótmæla bólusetningum þungaðra kvenna. Hún var handtekin af lögreglu fyrir óspektir en hún öskraði til dæmis hástöfum að óléttum konum sem biðu í röð eftir að fá bólusetningu að með bólusetningum væri verið að drepa börnin. Hennar framlagi til þessa afar fámenna málstaðar var svo hampað sérstaklega við ræðuhöld á mótmælafundinum í gær. „Ef að lögreglan ætlar að handtaka hana og beita hana ofbeldi, þá mun ég verja hana með ofbeldi. Ég vil líka bjóða Sólveigu alla þá hjálp sem hún gæti þurft á að halda. Ef hún missir starfið sitt þá mun ég bjóða fram mína aðstoð við að finna nýtt starf eða styðja hana fjárhagslega,“ sagði einn í Coviðspyrnunni sem hélt ræðu á Austurvelli í gær. Maðurinn þakkaði Sólveigu þá sérstaklega fyrir sitt framlag. „Mér þykir persónulega leitt að ég hafi ekki verið staddur þarna til að aðstoða þig og ég vona að næst verði ég handtekinn með þér.“ Tala um að verið sé að fórna börnum Hann líkti ástandinu í samfélaginu við ástandið í Norður-Kóreu: „Hér á Íslandi er samfélagið að færast í átt að algjöru einræði. Fyrirmyndin er Norður-Kórea þar sem fólk má ekki segja neitt gegn Kim [Jong-un], hér á Íslandi má fólk ekki segja neitt gegn Covid.“ Jóhannes Loftsson, sem virðist vera í forsvari fyrir hópinn, hélt utan um fundinn í gær. Þegar hann sleit honum minnti hann gesti á „stórmótmæli“ sem hópurinn segist ætla að halda fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í hádeginu næsta fimmtudag: „Og við hvetjum alla til að koma. Þetta er gríðarlega mikilvægt og menn þurfa að vekja fólk svo að börnunum verði ekki fórnað,“ lauk hann ræðu sinni. Ekkert sem bendir til að efnin séu hættuleg Flest allt sem hópurinn hefur farið fram með undanfarið er í hrópandi ósamræmi við það sem komið hefur fram í máli heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga. Jón Magnús Jóhannesson læknir ræddi bólusetningar við Jóhannes Loftsson hjá Coviðspyrnunni í Harmageddon í desember síðastliðnum. Hlusta má á umræður þeirra hér: Í lok júlí ákvað landlæknir að mæla með bólusetningu gegn Covid-19 fyrir þungaðar konur. Mælt er með að þær fari í bólusetninguna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngunnar er lokið. Góð reynsla er af notkun mRNA bóluefna við Covid-19 (bóluefni Pfizer og Moderna eru bæði mRNA bóluefni) á meðgöngu og brjóstagjöf. „Ekki voru gerðar rannsóknir á barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðsleyfisafgreiðslu neins COVID-19 bóluefnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólusetningu á meðgöngu eftir að mRNA bóluefnin komu á markað. Dýrarannsóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bóluefnunum fyrir barnshafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti,“ segir á vef embættis landlæknis. „Ekki er búist við að notkun bóluefnis hjá barnshafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur óvirkjuð (ekki lifandi) bóluefni en mælt er með notkun t.d. inflúensubóluefnis hvenær sem er á meðgöngu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent