Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 09:10 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06
Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03
„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?