Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 20:00 Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun. sigurjón ólason Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira