Engar samgöngur eftir áratug? Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2021 16:01 Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar