Fleiri fara á yfirverði og hækkanir komnar fram úr launaþróun Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2021 10:42 14,3 prósent nýrra íbúða seldust á yfirverði í júní. Vísir/Vilhelm Framboð auglýstra íbúða heldur áfram að dragast saman á höfuðborgarsvæðinu og nemur samdrátturinn nú um 60 prósentum á einu ári. Meðalsölutími íbúða styttist enn og hefur aldrei verið styttri. Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira