Guðfaðir sudoku-þrautanna er látinn Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2021 07:23 Maki Kaji þróaði sudoku-þrautirnar á áttunda áratugnum. AP/Getty Japaninn Maki Kaji, sem þekktur var sem „guðfaðir“ sudoku-þrautanna, er látinn. Hann lést í morgun af völdum krabbameins, 69 ára að aldri. Maki Kaji var sjálfur mikill áhugamaður um þrautir og heilabrot og hóf á sínum tíma störf í prentsmiðju eftir að hafa hætt í háskóla. Síðar stofnaði hann og varð útgefandi tímarits sem helgað var þessu helsta áhugamáli hans. Hann þróaði það sem átti síðar eftir að kallast sudoku á áttunda áratugnum, en orðið sjálft er stytting á japanska orðasambandinu að „allar tölur verða að vera stakar“. Í gegnum árin hafa milljónir manna um allan heim varið óteljandi klukkustundum við þessa heilaleikfimi Kajis. Síðustu ár hafði Kaji svo þróað ólíkar tegundir af þrautum með aðstoð lesenda að því er segir í frétt Guardian. Lesa má um sudoku-þrautirnar á Vísindavef Háskóla Íslands, en heimsmeistaramót hafa verið haldin í sudoku allt frá árinu 2006. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi mögulegra sudoku-mynstra á 9x9 borði eru 6.670.903.752.021.072.936.960 talsins. Andlát Japan Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Maki Kaji var sjálfur mikill áhugamaður um þrautir og heilabrot og hóf á sínum tíma störf í prentsmiðju eftir að hafa hætt í háskóla. Síðar stofnaði hann og varð útgefandi tímarits sem helgað var þessu helsta áhugamáli hans. Hann þróaði það sem átti síðar eftir að kallast sudoku á áttunda áratugnum, en orðið sjálft er stytting á japanska orðasambandinu að „allar tölur verða að vera stakar“. Í gegnum árin hafa milljónir manna um allan heim varið óteljandi klukkustundum við þessa heilaleikfimi Kajis. Síðustu ár hafði Kaji svo þróað ólíkar tegundir af þrautum með aðstoð lesenda að því er segir í frétt Guardian. Lesa má um sudoku-þrautirnar á Vísindavef Háskóla Íslands, en heimsmeistaramót hafa verið haldin í sudoku allt frá árinu 2006. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi mögulegra sudoku-mynstra á 9x9 borði eru 6.670.903.752.021.072.936.960 talsins.
Andlát Japan Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira