Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 00:11 Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, staðfestir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til vinnustöðvunar sem muni taka gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi. Hann segir að um stutta, tímabundna vinnustöðvun sé að ræða. Hún nái til þeirra félagsmanna sem starfi hjá Isavia ohf. Arnar segist vonsvikinn yfir því að samkomulag hafi ekki náðst og að vinnustöðvun sé ekki úrræði sem félagið vilji beita. Hann segir þó að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni þar sem yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti vinnustöðvun og félaginu sé skylt að verða við óskum þeirra. Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Kjaradeilan snýst aðallega um vinnutíma flugumferðarstjóra. Arnar sagði í samtali við Vísi í gær að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Arnar segir að það sé nú í höndum Ríkissáttasemjara að boða til nýs fundar. Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarríkissáttasemjari, staðfesti í samtali við Vísi að fundinum hafi verið slitið án samkomulags. Þá hafi ekki verið boðað til annars fundar. Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22. ágúst 2021 22:52 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, staðfestir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til vinnustöðvunar sem muni taka gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi. Hann segir að um stutta, tímabundna vinnustöðvun sé að ræða. Hún nái til þeirra félagsmanna sem starfi hjá Isavia ohf. Arnar segist vonsvikinn yfir því að samkomulag hafi ekki náðst og að vinnustöðvun sé ekki úrræði sem félagið vilji beita. Hann segir þó að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni þar sem yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti vinnustöðvun og félaginu sé skylt að verða við óskum þeirra. Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Kjaradeilan snýst aðallega um vinnutíma flugumferðarstjóra. Arnar sagði í samtali við Vísi í gær að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Arnar segir að það sé nú í höndum Ríkissáttasemjara að boða til nýs fundar. Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarríkissáttasemjari, staðfesti í samtali við Vísi að fundinum hafi verið slitið án samkomulags. Þá hafi ekki verið boðað til annars fundar.
Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22. ágúst 2021 22:52 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. 22. ágúst 2021 22:52
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02