„Það er og verður nóg til ef...“ Vilhjálmur Birgisson skrifar 27. ágúst 2021 12:30 Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess að íslenskt samfélag verður að eiga og tryggja öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Við sem þjóð erum þess gæfu aðnjótandi að hafa nokkuð góðar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar hér á landi en þær greinar sem hafa skapað okkur mestar gjaldeyristekjur til þessa eru eins og flestir vita ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og orkusækinn iðnaður. Það eru aðallega þessar atvinnugreinar sem hafa gert það að verkum að við höfum getað haldið úti því velferðarkerfi sem við viljum búa við en án öflugra gjaldeyrisskapandi atvinnugreina væru okkar innviðir, heilbrigðiskerfi og öll opinber þjónusta mun lakari en við þekkjum í dag. Til að halda áfram að efla helbrigðisþjónustu, vegakerfið, almannatryggingarkerfið og innviði samfélagsins enn frekar þá verðum við að skapa og efla enn frekar gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri. Landið okkar býður upp á gríðarlega möguleika á að framleiða vistvæna græna orku til að skapa gjaldeyristekjur fyrir íslenskt samfélag. Við skulum öll muna að allar þjóðir öfunda okkur af þessari grænu orku sem gerir það að verkum að við erum að leggja gríðarlega mikið til umhverfismála með því að nota slíka orku. Það leikur enginn vafi á að eitt af okkar stærstu framlögum til umhverfismála er að við erum að nota vistvæna raforku. Það liggur t.d. fyrir að ál sem framleitt er hér á landi mengar tífalt minna er álver sem knúið er áfram með kolum. Gríðarleg tækifæri í byltingarkenndum orkuskiptum Rétt er að rifja upp að Landsvirkjun telur að framleiðsla vetnis gæti orðið risastórt tækifæri til að byggja upp nýja útflutningsgrein. Stefnt er að því að bensín og olía heyri sögunni til fyrir árið 2050. Vetnisvæðing stórra bíla, skipa og flugvéla gæti leikið stórt hlutverk í orkuskiptunum. Því er spáð að eftirspurn eftir vetni eigi eftir að aukast mikið á næstu árum og áratugum. Í ljósi þessara staðreynda sem Landsvirkjun bendir réttilega á þá liggur fyrir að fyrirtæki sem hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um land á Grundartanga hefur í hyggju að reisa vetnisverksmiðju á Grundartangasvæðinu. Svona byltingarkennd verksmiðja gengur út á að framleiða nýja byltingarkenndan orkugjafa til að skipta út mengandi orkugjöfum eins og kolum og öðrum mengandi orkugjöfum. Ef tekst að láta þetta verkefni verða að veruleika þá myndi þetta leiða til þess að framleiðsla þess yrði að öllum líkindum seld út til lands í Evrópu sem myndi spara losun gróðurhúsalofttegunda eins og nemur allri losun Íslands í því landi sem myndi kaupa umrætt vetni. Þessi umhverfisvæna vetnisverksmiðja þarf um 900 MW og hafa þeir sem standa að þessum hugmyndum í hyggju að nota vindorkuna til að knýja verksmiðjuna áfram. Til að framleiða slíka orku með vindi þyrfti rétt rúmlega 200 vindmyllur. Ávallt yrði um nokkra smærri vindmyllugarða að ræða sem rúmuðust á stöðum þar sem náttúru yrði ekki ógnað og ásýnd væri ásættanleg í samanburði við ábatann sem af slíkum görðum stafar. Þessi vetnisverksmiðja myndi skapa uppundir 300 manns atvinnu og skila tugum milljarða í útflutningstekjur og því ljóst að þjóðhagslegur ávinningur er gríðarlegur fyrir Ísland. En aðal ávinningur er þessi vistvæna og byltingarkenndu orkuskipti sem þessi verksmiðja framleiðir sem er vetnið og nemur sparnaðurinn hennar eins og losun Íslands af CO2 eins og áður hefur komið fram. Hvaða umhverfissinni getur verið á móti því að nota vindorkuna til að spara losun á gróðurhúsaáhrifum sem nemur 4 milljónum tonna á ári og um leið skapa 300 varanleg störf og milljarða tekjur fyrir íslenskt samfélag? Eitt er víst að hér er gríðarlegt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að leggja alvöru lóð á vogar skálarnar í baráttunni gegn loftlagsvánni. Bann við plaströrum í kókómjólk sem og plastpokum segir afar lítið í þeirri baráttu við loflagsvána þó með fullri virðingu fyrir slíkum tilraunum til að draga úr mengun. Það er mitt mat að um svona mál eiga komandi alþingiskosningar meðal annars að snúast um enda liggur fyrir að ef við ætlum að lagfæra heilbrigðiskerfið, vegakerfið sem og kjör aldraða og öryrkja þurfum við að skapa gjaldeyristekjur og ekki ónýtt að geta dregið úr losun á gróðurhúsáhrifum samhliða slíkri gjaldeyrisöflun. Það er og verður nóg til ef við nýtum svona dauðatækifæri til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með umhverfisvænum og vel launuðum störfum. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Orkumál Vinnumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess að íslenskt samfélag verður að eiga og tryggja öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Við sem þjóð erum þess gæfu aðnjótandi að hafa nokkuð góðar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar hér á landi en þær greinar sem hafa skapað okkur mestar gjaldeyristekjur til þessa eru eins og flestir vita ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og orkusækinn iðnaður. Það eru aðallega þessar atvinnugreinar sem hafa gert það að verkum að við höfum getað haldið úti því velferðarkerfi sem við viljum búa við en án öflugra gjaldeyrisskapandi atvinnugreina væru okkar innviðir, heilbrigðiskerfi og öll opinber þjónusta mun lakari en við þekkjum í dag. Til að halda áfram að efla helbrigðisþjónustu, vegakerfið, almannatryggingarkerfið og innviði samfélagsins enn frekar þá verðum við að skapa og efla enn frekar gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri. Landið okkar býður upp á gríðarlega möguleika á að framleiða vistvæna græna orku til að skapa gjaldeyristekjur fyrir íslenskt samfélag. Við skulum öll muna að allar þjóðir öfunda okkur af þessari grænu orku sem gerir það að verkum að við erum að leggja gríðarlega mikið til umhverfismála með því að nota slíka orku. Það leikur enginn vafi á að eitt af okkar stærstu framlögum til umhverfismála er að við erum að nota vistvæna raforku. Það liggur t.d. fyrir að ál sem framleitt er hér á landi mengar tífalt minna er álver sem knúið er áfram með kolum. Gríðarleg tækifæri í byltingarkenndum orkuskiptum Rétt er að rifja upp að Landsvirkjun telur að framleiðsla vetnis gæti orðið risastórt tækifæri til að byggja upp nýja útflutningsgrein. Stefnt er að því að bensín og olía heyri sögunni til fyrir árið 2050. Vetnisvæðing stórra bíla, skipa og flugvéla gæti leikið stórt hlutverk í orkuskiptunum. Því er spáð að eftirspurn eftir vetni eigi eftir að aukast mikið á næstu árum og áratugum. Í ljósi þessara staðreynda sem Landsvirkjun bendir réttilega á þá liggur fyrir að fyrirtæki sem hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um land á Grundartanga hefur í hyggju að reisa vetnisverksmiðju á Grundartangasvæðinu. Svona byltingarkennd verksmiðja gengur út á að framleiða nýja byltingarkenndan orkugjafa til að skipta út mengandi orkugjöfum eins og kolum og öðrum mengandi orkugjöfum. Ef tekst að láta þetta verkefni verða að veruleika þá myndi þetta leiða til þess að framleiðsla þess yrði að öllum líkindum seld út til lands í Evrópu sem myndi spara losun gróðurhúsalofttegunda eins og nemur allri losun Íslands í því landi sem myndi kaupa umrætt vetni. Þessi umhverfisvæna vetnisverksmiðja þarf um 900 MW og hafa þeir sem standa að þessum hugmyndum í hyggju að nota vindorkuna til að knýja verksmiðjuna áfram. Til að framleiða slíka orku með vindi þyrfti rétt rúmlega 200 vindmyllur. Ávallt yrði um nokkra smærri vindmyllugarða að ræða sem rúmuðust á stöðum þar sem náttúru yrði ekki ógnað og ásýnd væri ásættanleg í samanburði við ábatann sem af slíkum görðum stafar. Þessi vetnisverksmiðja myndi skapa uppundir 300 manns atvinnu og skila tugum milljarða í útflutningstekjur og því ljóst að þjóðhagslegur ávinningur er gríðarlegur fyrir Ísland. En aðal ávinningur er þessi vistvæna og byltingarkenndu orkuskipti sem þessi verksmiðja framleiðir sem er vetnið og nemur sparnaðurinn hennar eins og losun Íslands af CO2 eins og áður hefur komið fram. Hvaða umhverfissinni getur verið á móti því að nota vindorkuna til að spara losun á gróðurhúsaáhrifum sem nemur 4 milljónum tonna á ári og um leið skapa 300 varanleg störf og milljarða tekjur fyrir íslenskt samfélag? Eitt er víst að hér er gríðarlegt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að leggja alvöru lóð á vogar skálarnar í baráttunni gegn loftlagsvánni. Bann við plaströrum í kókómjólk sem og plastpokum segir afar lítið í þeirri baráttu við loflagsvána þó með fullri virðingu fyrir slíkum tilraunum til að draga úr mengun. Það er mitt mat að um svona mál eiga komandi alþingiskosningar meðal annars að snúast um enda liggur fyrir að ef við ætlum að lagfæra heilbrigðiskerfið, vegakerfið sem og kjör aldraða og öryrkja þurfum við að skapa gjaldeyristekjur og ekki ónýtt að geta dregið úr losun á gróðurhúsáhrifum samhliða slíkri gjaldeyrisöflun. Það er og verður nóg til ef við nýtum svona dauðatækifæri til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með umhverfisvænum og vel launuðum störfum. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun