Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 11:26 Veðrið hefur leikið við Akureyringa og gesti bæjarins stærstan hluta sumars. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem farið er yfir þau miklu hlýindi sem hafa verið á Norður- og Austurlandi í vikunni, og í raun stóran hluta sumarsins. Veðrið hefur verið gott fyrir austan í sumar. Þessi mynd er frá Egilisstöðum.vísir/vilhelm Eins og komið hefur fram var sautján ára gamalt hitamet slegið í vikunni þegar hitinn fór í 29,4 gráður á Hallormsstað, þar á undan hafði hæsti hiti í ágúst mælst 29,2 gráður, þann 11. ágúst 2004 á Egilsstöðum. Hitamet var einnig sett í Grímsey í fyrradag þegar hiti mældist 22,3 gráður, en fyrra met var 21,7 gráður, þann 27. júlí árið 2011. Þá var júlímánuður sumarsins sá heitasti sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi, þegar meðalhitastigið hækkaði um eina gráðu frá fyrra meti. Enn heitt í veðri og ekki útlit fyrir breytingar á næstu dögum Þó að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri á Norður- og Austurlandi, hiti á bilinu 17-21 stig. En þeir sem voru að vona að hægt væri að gera aðra atlögu að hitametinu sem sett var við Teigarhorn í Berufirði í júní 1939, þegar hiti mældist 30,5 gráður, verða líklega fyrir vonbrigðum með nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar. Sólardagar hafa verið öllu færri í Reykjavík en fyrir norðan og austan í sumar. Höfuðborgarbúar hafa nýtt tækifærið vel þegar sólin skín, líkt og þessir vösku drengir í Nauthólsvík fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Þar segir að þó áfram verði hlýtt á þessum slóðum og ekki sé von á breytingum á næstu dögum, er hlýjasti loftmassinn farinn frá landinu. „Veðrið í sumar hefur að mörgu leyti verið mjög einsleitt, og hefur staða veðrakerfana verið svipuð svo vikum skiptir. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar á næstu dögum þó hlýjasti geiri loftmassans sé farinn austur fyrir land, og því ekki útlit fyrir að hitametið frá Teigarhorni verði slegið þetta sumarið,“ segir í frétt á vef Veðurstofunnar. Veður Akureyri Múlaþing Loftslagsmál Tengdar fréttir Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem farið er yfir þau miklu hlýindi sem hafa verið á Norður- og Austurlandi í vikunni, og í raun stóran hluta sumarsins. Veðrið hefur verið gott fyrir austan í sumar. Þessi mynd er frá Egilisstöðum.vísir/vilhelm Eins og komið hefur fram var sautján ára gamalt hitamet slegið í vikunni þegar hitinn fór í 29,4 gráður á Hallormsstað, þar á undan hafði hæsti hiti í ágúst mælst 29,2 gráður, þann 11. ágúst 2004 á Egilsstöðum. Hitamet var einnig sett í Grímsey í fyrradag þegar hiti mældist 22,3 gráður, en fyrra met var 21,7 gráður, þann 27. júlí árið 2011. Þá var júlímánuður sumarsins sá heitasti sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi, þegar meðalhitastigið hækkaði um eina gráðu frá fyrra meti. Enn heitt í veðri og ekki útlit fyrir breytingar á næstu dögum Þó að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri á Norður- og Austurlandi, hiti á bilinu 17-21 stig. En þeir sem voru að vona að hægt væri að gera aðra atlögu að hitametinu sem sett var við Teigarhorn í Berufirði í júní 1939, þegar hiti mældist 30,5 gráður, verða líklega fyrir vonbrigðum með nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar. Sólardagar hafa verið öllu færri í Reykjavík en fyrir norðan og austan í sumar. Höfuðborgarbúar hafa nýtt tækifærið vel þegar sólin skín, líkt og þessir vösku drengir í Nauthólsvík fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Þar segir að þó áfram verði hlýtt á þessum slóðum og ekki sé von á breytingum á næstu dögum, er hlýjasti loftmassinn farinn frá landinu. „Veðrið í sumar hefur að mörgu leyti verið mjög einsleitt, og hefur staða veðrakerfana verið svipuð svo vikum skiptir. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar á næstu dögum þó hlýjasti geiri loftmassans sé farinn austur fyrir land, og því ekki útlit fyrir að hitametið frá Teigarhorni verði slegið þetta sumarið,“ segir í frétt á vef Veðurstofunnar.
Veður Akureyri Múlaþing Loftslagsmál Tengdar fréttir Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43
Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07