Akureyringum barst neyðarkall frá afskekktu héraði í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 16:17 Óskað hefur verið eftir aðstoð frá Akureyri. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, barst á dögunum neyðarkall frá Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðri Síberíu. Þar geisa miklar skógareldar og hafa Northern Forum samtökin, sem Akureyri er aðili að, óskað eftir aðstoð frá þátttökusveitarfélögum og héruðum. Meðal annars er óskað eftir eldsneyti og fjármunum, en einnig einföldum nauðsynjavörum á borð við klósettpappír, tannkremi og tannburstum, sjampói og bleyjum. Bréfið barst bæjaryfirvöldum í þessum mánuði en fjallað var um það á fundi bæjarráðs í gær. Þar var Ásthildi bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Í samtali við Vísi segir Ragnar Hólm Ragnarsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, að ekki sé búið að taka formlega afstöðu til beiðninnar en vilji sé fyrir hendi að bregðast við henni á einhvern hátt. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að alls 155 skógareldar geisi nú í héraðinu. Alls hafi 3,4 milljónir hektara brunnið og eldar séu farnir að kvikna ískyggilega nálægt íbúasvæðum. Eldunum hafi fylgt mikil eyðilegging sem hingað til hafi verið metin á um milljarð rúblna, um 1,7 milljarð króna. Vilja bleyju og pela, sápur og hreinsiklúta Í bréfinu segir að Northern Forum samtökin, sem stofnuð voru árið 1991, séu nú að hefja söfnun á hjálpargögnum til þess að bregðast við neyðarástandinu í Sakha-Yakutia. Verið sé að safna búnaði til að berjast við eldana sem og nauðsynjavörum, auk fjármuna ef hægt er. Í bréfinu má sjá að óskað er eftir nauðsynjavörum á borð við kerti og eldspýtur, ýmis konar hreinlætisvörur á borð við sápur, þvottaefni og hreinsliklúta. Einnig er óskað eftir bleyjum, pelum og teppum. Þá er einnig óskað eftir eldsneyti, bæði gasi, bensíni og olíu. Akureyri er eina íslenska sveitarfélagið sem er aðili að Northern-forum samtöknum. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum. Akureyri Rússland Tengdar fréttir Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31 Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Meðal annars er óskað eftir eldsneyti og fjármunum, en einnig einföldum nauðsynjavörum á borð við klósettpappír, tannkremi og tannburstum, sjampói og bleyjum. Bréfið barst bæjaryfirvöldum í þessum mánuði en fjallað var um það á fundi bæjarráðs í gær. Þar var Ásthildi bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Í samtali við Vísi segir Ragnar Hólm Ragnarsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, að ekki sé búið að taka formlega afstöðu til beiðninnar en vilji sé fyrir hendi að bregðast við henni á einhvern hátt. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að alls 155 skógareldar geisi nú í héraðinu. Alls hafi 3,4 milljónir hektara brunnið og eldar séu farnir að kvikna ískyggilega nálægt íbúasvæðum. Eldunum hafi fylgt mikil eyðilegging sem hingað til hafi verið metin á um milljarð rúblna, um 1,7 milljarð króna. Vilja bleyju og pela, sápur og hreinsiklúta Í bréfinu segir að Northern Forum samtökin, sem stofnuð voru árið 1991, séu nú að hefja söfnun á hjálpargögnum til þess að bregðast við neyðarástandinu í Sakha-Yakutia. Verið sé að safna búnaði til að berjast við eldana sem og nauðsynjavörum, auk fjármuna ef hægt er. Í bréfinu má sjá að óskað er eftir nauðsynjavörum á borð við kerti og eldspýtur, ýmis konar hreinlætisvörur á borð við sápur, þvottaefni og hreinsliklúta. Einnig er óskað eftir bleyjum, pelum og teppum. Þá er einnig óskað eftir eldsneyti, bæði gasi, bensíni og olíu. Akureyri er eina íslenska sveitarfélagið sem er aðili að Northern-forum samtöknum. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum.
Akureyri Rússland Tengdar fréttir Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31 Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31
Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00