Hvernig víkka skal út þjóðgarð: Áfangi 101 á náttúruverndarbraut ríkisins Ágústa Ágústsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 08:00 Árið er 1939. Svörtu foksandarnir sem fylgja Jökulsá á Fjöllum og þekja nyrðsta hluta Kelduhverfis á stóru svæði, eru smám saman að gleypa í sig landið. Bændur eru ráðalausir og reyna hvað þeir geta að verja tún sín og lönd, með litlum árangri. Sandgræðsla ríkisins kemur til og býður aðstoð við að hefta sandfok og græða landið. En til að fá þessa hjálp verða bændur að afsala sér landinu til Sandgræðslunnar. Neyð manna er það mikil að þeir skrifa undir nánast hvað sem er fyrir hjálpina. Þó er gefið loforð um að þessum löndum verði skilað aftur þegar uppgræðslu ljúki, enda sé það ekki tilgangur Sandgræðslunnar að eiga land. Í samningana er sett kaupréttarákvæði sem gefur mönnum rétt til að kaupa lönd sín aftur. Árið er 2003. Kynningarfundur er haldinn um haustið á vegum UST þar sem náttúruverndaráætlun 2004-2008 er kynnt til leiks. Nauðsynlegt er talið að friðlýsa nánast allt land norðan þjóðvegar 85 í Kelduhverfi þrátt fyrir að landið sé að mestu í umsjá Landgræðslu ríkisins og ástand þess talið mjög gott. Þar er m.a. mikil hætta talin stafa af virkjun jarðhita á svæðinu. Árið 2018 er farið af stað með friðun alls vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Í fararbroddi er Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ásamt UST. Veruleg andstaða mætir þeim frá heimamönnum með svæðið norðan þjóðvegar 85. Farvegur Jökulsár á Fjöllum er á þessu svæði síbreytilegur og landfræðileg staðsetning friðunar því ómöguleg. Á svæðinu eru einnig margskonar hagsmunir varðandi nýtingu auðlinda, svo sem hitaveita, fiskeldi, ræktun, stangveiði og landgræðsla. Ákvörðun er síðar tekin um að friðlýsa Jöklu niður að brú, að mörkum sandanna norðan þjóðvegar. Sama ár eða 5. apríl 2018 er landeigendum stefnt fyrir héraðsdóm af Landgræðslu ríkisins, ríkissjóði Íslands og Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra „til viðurkenningar á eignarrétti stefnanda á afmarkaðri landspildu samkvæmt afsali frá 1939“. Dómskröfur eru að viðurkennt verði með dómi að stefnandi sé eigandi að landi því sem afsalað var frá 11 jörðum 1939 og „að viðurkennt verði að veiðiréttur fyrir eignarlandinu á vatnasviði Litluárvatna tilheyri stefnanda“. Málið er s.s. aðallega höfðað sem veiðihlunnendamál en eftir stóru skjálftana 1976 seig jörð á söndunum þar sem nú stendur Skjálftavatn. Úr því rennur veiðiáin Litlaá. Frá þessum tíma hefur málið verið tvíflutt fyrir héraðsdómi. Því er skotið upp til Landsréttar sem vísar því aftur heim í hérað.Í þriðja sinn er málið tekið fyrir en án niðurstöðu þar sem dómari fer í leyfi án þess að kveða upp dóm í málinu. Nýr dómari er nú skipaður og því verður málið flutt aftur, allt frá grunni. Búið er að boða nýtt þinghald þann 14.9.2021. Þó staðfestir bæði héraðsdómur og Landsréttur kauprétt landeigenda á landi því sem afsalað er árið 1939. Eigendur ákveðinna jarða tilkynna að þeir hyggjast nýta kaupréttinn, enda heimild til þess samkvæmt 6. gr. fjárlaga. Fjármálaráðuneytið lætur meta þennan hluta lands, sem landeigendur fallast á. En í stað þess að samningar eru gerðir fá þeir tilkynningu frá starfsmanni ráðuneytisins þess efnis að ríkið geti ekki selt þar sem í lögum um landgræðslu frá 2018 sé lagt bann við sölu lands sé það að hluta til eða að öllu leyti á náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Þetta kemur landeigendum mjög á óvart enda hafði þeim aldrei verið tilkynnt stæði til að friðlýsa landið. Þá vakna þær spurningar hvernig ríkið geti friðlýst lönd án þess að fyrir liggi skýr niðurstaða um eignarhald á viðkomandi landi og síðan hvenær lög geti haft afturvirk áhrif og í þessu tilviki um 80 ár? Í áraraðir hefur það verið yfirlýst markmið Vatnajökulsþóðgarðs að hann nái frá sjó til sjávar. Þessi hluti landsins er síðasta vígið á þeirri leið. Enginn heilvita maður fengist til að trúa því að halli ríkissjóðs sé svo mikill að ástæða sé til að sóa tugi milljónum króna af skattfé íslendinga, í ítrekuð réttahöld höfðuð af Landgræðslunni, vegna veiðihlunninda í Litluá. En þá á þekkir Bjarni Ben reyndar mæta vel sem veiðimaður. Það er í raun stórfurðulegt að yfirvöld dragi íbúa heillar sveitar í réttarsal aftur og aftur til að reyna með lagaklækjum að hafa af þeim land sem þeir afsöluðu til Sandgræðslunnar í góðri trú um að landið yrði afhent aftur að uppgræðslu lokinni. Þá má geta þess að landeigendur óskuðu ítrekað eftir viðræðum við Landgræðsluna áður en málið fór fyrir dóm en þeirri beiðni var hafnað. Skorað hefur verið á stefnanda að láta málið niður falla og ganga til samninga. Höfundur er verktaki, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipar 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árið er 1939. Svörtu foksandarnir sem fylgja Jökulsá á Fjöllum og þekja nyrðsta hluta Kelduhverfis á stóru svæði, eru smám saman að gleypa í sig landið. Bændur eru ráðalausir og reyna hvað þeir geta að verja tún sín og lönd, með litlum árangri. Sandgræðsla ríkisins kemur til og býður aðstoð við að hefta sandfok og græða landið. En til að fá þessa hjálp verða bændur að afsala sér landinu til Sandgræðslunnar. Neyð manna er það mikil að þeir skrifa undir nánast hvað sem er fyrir hjálpina. Þó er gefið loforð um að þessum löndum verði skilað aftur þegar uppgræðslu ljúki, enda sé það ekki tilgangur Sandgræðslunnar að eiga land. Í samningana er sett kaupréttarákvæði sem gefur mönnum rétt til að kaupa lönd sín aftur. Árið er 2003. Kynningarfundur er haldinn um haustið á vegum UST þar sem náttúruverndaráætlun 2004-2008 er kynnt til leiks. Nauðsynlegt er talið að friðlýsa nánast allt land norðan þjóðvegar 85 í Kelduhverfi þrátt fyrir að landið sé að mestu í umsjá Landgræðslu ríkisins og ástand þess talið mjög gott. Þar er m.a. mikil hætta talin stafa af virkjun jarðhita á svæðinu. Árið 2018 er farið af stað með friðun alls vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Í fararbroddi er Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ásamt UST. Veruleg andstaða mætir þeim frá heimamönnum með svæðið norðan þjóðvegar 85. Farvegur Jökulsár á Fjöllum er á þessu svæði síbreytilegur og landfræðileg staðsetning friðunar því ómöguleg. Á svæðinu eru einnig margskonar hagsmunir varðandi nýtingu auðlinda, svo sem hitaveita, fiskeldi, ræktun, stangveiði og landgræðsla. Ákvörðun er síðar tekin um að friðlýsa Jöklu niður að brú, að mörkum sandanna norðan þjóðvegar. Sama ár eða 5. apríl 2018 er landeigendum stefnt fyrir héraðsdóm af Landgræðslu ríkisins, ríkissjóði Íslands og Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra „til viðurkenningar á eignarrétti stefnanda á afmarkaðri landspildu samkvæmt afsali frá 1939“. Dómskröfur eru að viðurkennt verði með dómi að stefnandi sé eigandi að landi því sem afsalað var frá 11 jörðum 1939 og „að viðurkennt verði að veiðiréttur fyrir eignarlandinu á vatnasviði Litluárvatna tilheyri stefnanda“. Málið er s.s. aðallega höfðað sem veiðihlunnendamál en eftir stóru skjálftana 1976 seig jörð á söndunum þar sem nú stendur Skjálftavatn. Úr því rennur veiðiáin Litlaá. Frá þessum tíma hefur málið verið tvíflutt fyrir héraðsdómi. Því er skotið upp til Landsréttar sem vísar því aftur heim í hérað.Í þriðja sinn er málið tekið fyrir en án niðurstöðu þar sem dómari fer í leyfi án þess að kveða upp dóm í málinu. Nýr dómari er nú skipaður og því verður málið flutt aftur, allt frá grunni. Búið er að boða nýtt þinghald þann 14.9.2021. Þó staðfestir bæði héraðsdómur og Landsréttur kauprétt landeigenda á landi því sem afsalað er árið 1939. Eigendur ákveðinna jarða tilkynna að þeir hyggjast nýta kaupréttinn, enda heimild til þess samkvæmt 6. gr. fjárlaga. Fjármálaráðuneytið lætur meta þennan hluta lands, sem landeigendur fallast á. En í stað þess að samningar eru gerðir fá þeir tilkynningu frá starfsmanni ráðuneytisins þess efnis að ríkið geti ekki selt þar sem í lögum um landgræðslu frá 2018 sé lagt bann við sölu lands sé það að hluta til eða að öllu leyti á náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Þetta kemur landeigendum mjög á óvart enda hafði þeim aldrei verið tilkynnt stæði til að friðlýsa landið. Þá vakna þær spurningar hvernig ríkið geti friðlýst lönd án þess að fyrir liggi skýr niðurstaða um eignarhald á viðkomandi landi og síðan hvenær lög geti haft afturvirk áhrif og í þessu tilviki um 80 ár? Í áraraðir hefur það verið yfirlýst markmið Vatnajökulsþóðgarðs að hann nái frá sjó til sjávar. Þessi hluti landsins er síðasta vígið á þeirri leið. Enginn heilvita maður fengist til að trúa því að halli ríkissjóðs sé svo mikill að ástæða sé til að sóa tugi milljónum króna af skattfé íslendinga, í ítrekuð réttahöld höfðuð af Landgræðslunni, vegna veiðihlunninda í Litluá. En þá á þekkir Bjarni Ben reyndar mæta vel sem veiðimaður. Það er í raun stórfurðulegt að yfirvöld dragi íbúa heillar sveitar í réttarsal aftur og aftur til að reyna með lagaklækjum að hafa af þeim land sem þeir afsöluðu til Sandgræðslunnar í góðri trú um að landið yrði afhent aftur að uppgræðslu lokinni. Þá má geta þess að landeigendur óskuðu ítrekað eftir viðræðum við Landgræðsluna áður en málið fór fyrir dóm en þeirri beiðni var hafnað. Skorað hefur verið á stefnanda að láta málið niður falla og ganga til samninga. Höfundur er verktaki, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipar 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun