Hjúkrunarfræðingurinn laus úr haldi lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 17:26 Geðdeild Landspítala við Hringbraut. Vísir/vilhelm Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Margeir segir að rannsókn haldi áfram og að skýrslutökur hafi farið fram síðustu daga. Hann vill lítið tjá sig um stöðu málsins að svo stöddu og segir það á mjög viðkvæmu stigi. Hjúkrunarfræðingurinn er á sjötugsaldri og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann dóm úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölskyldan harmi slegin Sjúklingurinn sem lést fyrr í mánuðinum var á sextugsaldri og hafði verið lögð inn á geðdeild Landspítalans þar sem hjúkrunarfræðingurinn starfaði. Ágúst Ólafsson, lögmaður fjölskyldu hinnar látnu, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá lögreglu. „Fjölskylda hinnar látnu er harmi slegin og lítur málið allt mjög alvarlegum augum. Fjölskyldan fellir enga dóma fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla nú síðdegis. Samkvæmt heimildum fréttastofu útilokar lögregla hvorki að andlátið hafi borið að með ásetningi eða gáleysi og grunar lögreglu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma. Málið er einnig til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Lögreglumál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29 Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52 Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Margeir segir að rannsókn haldi áfram og að skýrslutökur hafi farið fram síðustu daga. Hann vill lítið tjá sig um stöðu málsins að svo stöddu og segir það á mjög viðkvæmu stigi. Hjúkrunarfræðingurinn er á sjötugsaldri og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann dóm úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölskyldan harmi slegin Sjúklingurinn sem lést fyrr í mánuðinum var á sextugsaldri og hafði verið lögð inn á geðdeild Landspítalans þar sem hjúkrunarfræðingurinn starfaði. Ágúst Ólafsson, lögmaður fjölskyldu hinnar látnu, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá lögreglu. „Fjölskylda hinnar látnu er harmi slegin og lítur málið allt mjög alvarlegum augum. Fjölskyldan fellir enga dóma fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla nú síðdegis. Samkvæmt heimildum fréttastofu útilokar lögregla hvorki að andlátið hafi borið að með ásetningi eða gáleysi og grunar lögreglu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma. Málið er einnig til rannsóknar hjá embætti landlæknis.
Lögreglumál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29 Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52 Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29
Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52
Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55