Ofbeldismaður á skilorði grunaður um kynferðisbrot í Eyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 12:01 Maðurinn var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á konu í heimahúsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Maðurinn, sem er 22 ára, var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags eftir að lögregla var kölluð að heimahúsi í Vestmannaeyjum vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í fyrra fyrir fólskulega líkamsárás, eftir að hafa gengið í skrokk á 17 ára kærustu sinni, Kamillu Ívarsdóttur, sem greindi frá ofbeldinu í ítarlegu viðtali í Kastljósi. Kamilla hefur kært manninn fyrir þrjár grófar líkamsárásir, sú fyrsta átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018, önnur í október 2019 en sú þriðja í maí 2020. Maðurinn sat inni í fimm mánuði fyrir þá fyrri af tólf mánaða dómi, en þar sem hann hafði setið svo lengi í gæsluvarðhaldi vegna málsins var afplánunartími styttur. Hann hefur nú verið fluttur á Hólmsheiði þar sem hann átti útistandandi dóm. Lýsingar Kamillu á ofbeldinu sem hún varð fyrir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Sagði hún meðal annars að hann hafi tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ sagði Kamilla í viðtali í Kastljósi. Þá hafi maðurinn hótað að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn er ekki búsettur í Vestmannaeyjum en var staddur þar vegna þess að skipið sem hann vinnur á var þar í landi. Hann hafði aðeins verið í Vestmannaeyjum í hálfan sólarhring þegar hann var handtekinn. Konan sem hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á var flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku með þyrlu, þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og til að safna sönnunargögnum í þágu rannsóknarinnar. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn miði vel áfram en konan mun mæta til skýrslutöku hjá lögreglu síðar í dag. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Maðurinn, sem er 22 ára, var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags eftir að lögregla var kölluð að heimahúsi í Vestmannaeyjum vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í fyrra fyrir fólskulega líkamsárás, eftir að hafa gengið í skrokk á 17 ára kærustu sinni, Kamillu Ívarsdóttur, sem greindi frá ofbeldinu í ítarlegu viðtali í Kastljósi. Kamilla hefur kært manninn fyrir þrjár grófar líkamsárásir, sú fyrsta átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018, önnur í október 2019 en sú þriðja í maí 2020. Maðurinn sat inni í fimm mánuði fyrir þá fyrri af tólf mánaða dómi, en þar sem hann hafði setið svo lengi í gæsluvarðhaldi vegna málsins var afplánunartími styttur. Hann hefur nú verið fluttur á Hólmsheiði þar sem hann átti útistandandi dóm. Lýsingar Kamillu á ofbeldinu sem hún varð fyrir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Sagði hún meðal annars að hann hafi tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ sagði Kamilla í viðtali í Kastljósi. Þá hafi maðurinn hótað að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn er ekki búsettur í Vestmannaeyjum en var staddur þar vegna þess að skipið sem hann vinnur á var þar í landi. Hann hafði aðeins verið í Vestmannaeyjum í hálfan sólarhring þegar hann var handtekinn. Konan sem hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á var flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku með þyrlu, þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og til að safna sönnunargögnum í þágu rannsóknarinnar. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn miði vel áfram en konan mun mæta til skýrslutöku hjá lögreglu síðar í dag.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35
Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08