Flokkar hefðu aðeins níu daga til að stilla upp listum eftir þingrof Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2021 19:22 Frá setningu Alþingis síðasta haust. vísir/vilhelm Ný kosningalög sem taka gildi á næsta ári gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga. Ef þing yrði rofið hefðu flokkarnir ekki nema níu daga til að safna meðmælum og skila inn framboðslistum. Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira