Hefur ekki keypt áfengi af netverslun og skoðar hvort starfsemin standist lög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2021 21:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun. Þetta kom fram í máli hennar þegar rætt var við fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrr í dag kom fram að erindi FA væri ósvarað, tveimur vikum eftir að það var sent á fjármála- og efnahagsráðuneytið, en síðar áframsent á dómsmálaráðuneytið. „Þessu erindi var beint til tveggja ráðuneyta og það er bara í vinnslu, svarið við því,“ sagði Áslaug Arna. Hún hafi á þessu kjörtímabili talið, og telji raunar enn, að farsælasta lausnin í málinu sé að breyta löggjöfinni á þá leið að íslenskum netverslunum verði heimilt að selja áfengi, en þeim er það óheimilt eins og sakir standa. „Sem myndi þá skýra þetta mun betur, varðandi bæði aldur og eftirlit og fleira. Það er auðvitað staðan að erlendum netverslunum er heimilt að selja áfengi, ég vildi jafna þessa stöðu og hyggst enn þá beita mér fyrir því.“ Meðal netverslana sem selja vín hér á landi er Sante, sem er með lager á Íslandi, og Nýja Vínbúðin, en eigandi hennar segir verslunina með vöruhús í Evrópu sem sent er frá. Í júlí lagði ÁTVR fram kæru á hendur Sante, ásamt eigandanum Arnari Sigurðssyni, til lögreglu og Skattsins og taldi fyrirtækið ekki standa skil á innheimtum virðisaukaskatti. Aðspurð sagðist Áslaug sjálf ekki hafa keypt áfengi af netverslun sem bjóði upp á slíka þjónustu hér á landi. Finnst þér starfsemi verslananna núna vera vafasöm samkvæmt lögunum? „Það er það sem ráðuneytið er að skoða,“ svaraði Áslaug. Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Þetta kom fram í máli hennar þegar rætt var við fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrr í dag kom fram að erindi FA væri ósvarað, tveimur vikum eftir að það var sent á fjármála- og efnahagsráðuneytið, en síðar áframsent á dómsmálaráðuneytið. „Þessu erindi var beint til tveggja ráðuneyta og það er bara í vinnslu, svarið við því,“ sagði Áslaug Arna. Hún hafi á þessu kjörtímabili talið, og telji raunar enn, að farsælasta lausnin í málinu sé að breyta löggjöfinni á þá leið að íslenskum netverslunum verði heimilt að selja áfengi, en þeim er það óheimilt eins og sakir standa. „Sem myndi þá skýra þetta mun betur, varðandi bæði aldur og eftirlit og fleira. Það er auðvitað staðan að erlendum netverslunum er heimilt að selja áfengi, ég vildi jafna þessa stöðu og hyggst enn þá beita mér fyrir því.“ Meðal netverslana sem selja vín hér á landi er Sante, sem er með lager á Íslandi, og Nýja Vínbúðin, en eigandi hennar segir verslunina með vöruhús í Evrópu sem sent er frá. Í júlí lagði ÁTVR fram kæru á hendur Sante, ásamt eigandanum Arnari Sigurðssyni, til lögreglu og Skattsins og taldi fyrirtækið ekki standa skil á innheimtum virðisaukaskatti. Aðspurð sagðist Áslaug sjálf ekki hafa keypt áfengi af netverslun sem bjóði upp á slíka þjónustu hér á landi. Finnst þér starfsemi verslananna núna vera vafasöm samkvæmt lögunum? „Það er það sem ráðuneytið er að skoða,“ svaraði Áslaug.
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira