Hver ferðamaður eyðir þrisvar sinnum meira en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. september 2021 13:01 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF segir ánægjulegt að ferðamenn bæði dvelja lengur og eyða meiru en áður hér á landi. Vísir Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þrefalt hærri á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Formaður SAF segir afar ánægjulegt að sjá að ferðamenn séu að dvelja lengur hér á landi og eyða meiru en áður. Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira