Sjá fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna: „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2021 20:30 Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, og Bogi Nils, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm og Egill Utanríkisráðherra segir öllu muna að nú sjái loks fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna og Íslendingar geti ferðast þangað á ný. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa í nóvember bólusettum farþegum frá Schengen-svæðinu að koma aftur til landsins. Bannið hefur nú verið í gildi í eitt og hálft ár. „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“ Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
„Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55